Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 2000/Um borð í 20 þúsund tonn verksmiðjuskipi

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 11. september 2017 kl. 11:58 eftir Vpj1985 (spjall | framlög) Útgáfa frá 11. september 2017 kl. 11:58 eftir Vpj1985 (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Um borð í 20 þúsund tonna verksmiðjuskipi


Til hamingju með daginn kæru félagar. Það sem ég ætla að fjalla um er starf sem ég réðst til hjá Íslenskum sjávarafurðum sem þá voru í samvinnu við rússneskt útgerðarfyrirtæki, sem hafði aðsetur á Kamchatka skaga í Austur Rússlandi

Greinarhöfundur á götu í S-Kóreu

Við vorum þrír sem lögðum af stað frá Keflavík laugardaginn 21. des '96 til Petropavlovsk á Kamchatka með viðkomu í Kaupmannahöfn og Moskvu. Við héldum jólin hátíðleg á hótel Petropavlovsk þar sem við gistum, þar til við fórum út í skip. Eins og flestir vita halda þeir ekki upp á jólin á sama tíma og við og gera það á annan hátt einnig. Við höfðum haft með okkur hangikjöt og fengum aðstöðu til að elda jólamat og annað á hótelinu, því að af fenginni reynslu treystum við þeim ekki til að elda þennan hátíðarmat eins og okkur líkaði.
Skipið, sem ég og einn ferðafélagi minn, Bjössi að nafni, áttum að vinna á hét Severny Polus (sem ég nefni aðeins Polus hér eftir). Það var 20.000 tonna verksmiðjuskip og ef minnið svíkur mig ekki var lóðlínulengd þess 188 metrar og brteiddin 22 metrar. Flestir hafið þið séð þessa tegund skipa. Skotar og Englendingar kalla þau „Klondika“. Þau skiptast í fimm lestarrými neðan „millidekks“ og er vélbræðslan aftan við fimmtu lest og aðalvélarrými aftan við bræðsluna. Aðalvélin í skipinu var um 8000 hestöfl að stærð og skilaði hún Pólusi 12-12,5 sjm. gangi. Á millidekki var kælipressurými fremst og ef ég man rétt voru þar einar tólf stórar frystipressur og einnig var ammoníak fyrir kerfið þar.
Aftan við það var pökkunarrými fyrir H.G. (Head and gutted) vinnsluna og í framhaldi af henni var aðal fiskvinnslan (HG. vinnslan) með frystitækjum og móttökum, labaratoríum (gæðastjórum) og niðursuðuverksmiðjum. Þar fyrir aftan, undir aftari íbúðahæðinni voru birgðageymslur, bakarí, kælir og frystiklefar fyrir kostinn. Aftur úr þessu voru leifarnar af skutrennu þar sem trollpokarnir voru teknir inn. Nokkur ár voru síðan þessi útgerð hætti þess konar móttöku á fiskinum.

Á efsta dekki að framan voru smíðaverkstæði og bátsmannsgeymslur. Einnig var þar saunaklefi með kælivatnstanki. Á Polusi voru skurðlæknir flotans (þ.e. þessarar útgerðar.), tannlæknastofa og spítali með skurðstofu. Fyrir ofan þá hæð var íbúðarhæð og einnig á hæðinni þar fyrir ofan. Sú hæð var svokölluð yfirmannahæð, með skipstjóramessa og litlu eldhúsi. Þar fyrir ofan var brúin auk tækja og fjarskiptaklefa.

Flutningaskipið Naftalansk. Skipið er gamall síðutogari sem hafði verið breytt í flutningaskip. Á þessu skipi sigldum við til S-Kóreu við þröngan kost eftir að slitnaði upp úr samstarfinu
Horft á eftir hausarlínunni

Í aftari íbúðabyggingunni voru á dekkhæðinni eldhúsið, sem var kapituli út af fyrir sig, og ýmisskonar skrifstofur og geymslur. Á annarri hæðinni voru íbúðaklefar, bíósalur, sem var notaður sem almenningsmessi, og yfirmannamessi.
Einnig var á þessari hæð svokallað „redroom“ eða rauða herbergið þar sem pólitísku fundirnir voru haldnir. Á næstu tveimur hæðum voru íbúðaklefar og var hluti af efstu hæðinni notaður sem þyrlupallur að aftan.
Að jafnaði voru um 260 manns um borið í Pólusi og var tæpur helmingur konur. Mikil stéttaskipting var um borð í þessum skipum, og voru skipstjórarnir nánast einræðisherrar. Ef eitthvað fór úrskeiðis eða var ekki gert rétt, þá var ávallt farið á þann lægst setta og hann skammaður, rekinn eða bónusinn tekinn af.
Kaupið hjá þessu fólki var ekki til að hrópa húrra fyrir. Ég sá launaseðil hjá lægsta verkamanni. Hann hljóðaði upp á 220 dollara. Fyrir þessi laun eru þau um borð í 5-6 mánuði í einu án þess að koma í land.

Á tímum Sovétríkjana vom þessi pláss eftirsótt því vertíðin endaði oft með ferð til útlanda í viðgerð eða sölu á afla og gat fólkið þá keypt ýmsan varning sem ekki var hægt að fá í Sovét. Í dag eru þau eftirsótt vegna atvinnuleysis.

Norðmenn og Bandaríkjamenn eru mikið í samstarfi við Rússa á þessu svœði og er myndin af einum norskum frystitogara sern þarna var
Flokkunnarborðið fyrir Alaska ufsahrogn

Í aprílmánuði slitnaði upp úr samstarfi IS og rússneska fyrirtækisins og fórum við þá að tygja okkur til heimferðar. Ég fór með litlum flutningadalli (rússneskum) frá Okhotskahafi, suður með Kúrileyjum milli Japanseyja og suður Japanshaf til S-Kóreu. Ýmislegt skemmtilegt og markvert var að sjá í þessari ferð, sem tók 13 daga. Talsvert reyndi á þolrifin, sérstaklega voru vatnsmálin okkur til ama. Ekkert vatn mátti nota til þvotta eða daglegs þrifnaðar og urðum við til að mynda að bursta tennurnar upp úr kók eða bjór. Lyktin af okkur félögunum var því ekki spennandi er við komum í land. Annars get ég sagt frá því núna að ég komst í góð kynni við yfirstýrimann skipsins og hann reddaði mér aðstöðu sem aðeins yfirmenn skipsins höfðu. Útbúin hafði verið sturta niðri í vélarrúmi skipsins og gat ég komist þar í langþráð bað. Ekki mátti ég segja samferðarmönnum mínum þetta, en þar sem svo langt er liðið frá ferðinni vona ég að þeir fyrirgefi mér þá gleymsku að segja þeim ekki frá þessu.
Ég hafði mikið gagn og gaman af þessari vinnu, Það er ótrúlega krefjandi og skemmtilegt að vinna og lifa með svo ólíku fólki og þarna var. Fólkið er rosalega nægjusamt og gott að umgangast það. Tilefnin þurftu oft ekki að vera stór til að halda veislur og fá ástæður til að skemmta sér. Rússarnir eru eitthvert skemmtilegasta fólk sem ég hef skemmt mér með, og einnig eru þeir sérlega gestrisnir heim að sækja. Þannig að ef mér byðist aftur svipað verkefni þyrfti ekki mikla fortöluhæfileika til að fá mig af stað aftur.
Pálmi Magnússon stýrimaður á Gullbergi VE