Sigurður Bjarnason (formaður)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 21. júní 2006 kl. 11:00 eftir Margret (spjall | framlög) Útgáfa frá 21. júní 2006 kl. 11:00 eftir Margret (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Sigurður Bjarnason fæddist á Stokkseyri þann 25. ágúst 1896. Sigurður byrjaði sjómennsku ungur en kom til Vestmannaeyja árið 1924 til að stunda sjóinn. Hann var háseti á Goðafoss hjá Árna Þórarinssyni. Árið 1927 hefur Sigurður formennsku með Gideon og síðar Gullfoss og Enok II sem hann átti sjálfur. Eftir það fór Sigurður frá Eyjum og gerðist formaður í Faxaflóa. Þar drukknaði hann er hann féll fyrir borð þann 31. júlí 1934.


Heimildir

  • Sjómannablaðið Víkingur. Farmanna- og Fiskimannasamband Íslands.