Sigurfinnur Lárusson
Sigurfinnur Lárusson fæddist 9. maí 1894 í Mýrdal. Til Vestmannaeyja fór Sigurfinnur ungur að árum og gerðist þar sjómaður. Fyrst var hann á Immanúel í fjölda vertíða en árið 1922 er hann formaður á Njál en á vertíðinni 1923 ferst hann á Njáli með allri áhöfn við fimmta mann upp í landsteinum við syðri hafnargarð.
Heimildir
- Sjómannablaðið Víkingur. Farmanna- og Fiskimannasamband Íslands.