Theodór Snorri Ólafsson
Theodór Snorri Ólafsson er fæddur 14. maí 1933. Foreldrar hans voru Ólafur Vestmann og Þorbjörg Guðmundsdóttir. Theodór er kvæntur Margréti Sigurbjörnsdóttur fædd 10. febrúar 1934.
Börn þeirra eru sjö. Þorbjörg fædd árið 1959, Sigurbjörn fæddur árið 1960, Hafþór fæddur árið 1961, Júlíanna fædd árið 1962, Bára fædd árið 1966, Björk fædd árið 1971 og Harpa fædd árið 1975. Barnabörnin eru 10.
Árið 1960 fór Theodór í útgerð með Hilmari Rósmundssyni, sem þá var mágur hans. Keyptu þeir Sigrúnu sem var 50 tonn og nefndu bátinn Sæbjörgu. Bátinn misstu þeir haustið 1964, þegar óstöðvandi leki kom að honum í róðri. Þrátt fyrir erfiðleika keyptu þeir bátinn Sigurfara frá Akranesi. Var hann einnig nefndur Sæbjörg.
Á meðan Sæbjörg var í útgerð fiskaðist 101.910 tonn, á þremur bátum.