Barnaskólinn í Vestmannaeyjum 1880-1930/Barnaskólinn/Gjörðabók/Gjörðabók fyrir skólanefndina í Vestmannaeyja skólahéraði 1909-1932 texti bls. 21-30
fyrir skólann, og var skólastjóra falið að útvega það.
4. Samkvæmt beiðni Ágústar Gíslasonar í Landlyst var veitt undanþága frá því að Matthildur dóttir hans, sem er á skólaskyldualdri, sækti skólann, með því hann sendi nefndinni skriflega sönnun fyrir því að hún yrði aðnjótandi kennslu hjá frú Elínu Einarsson í Hofi.
5. Kennslukaup fyrir þá nemendur skólans, sem ekki eru á skólaskyldualdri, var ákveðið, eins og að undanförnu, 12 kr. fyrir hvern, eða, 2 kr. um mánuðinn. Formanni nefndarinnar var falið að innheimta það gegn 6% innheimtulaunum.
Fleira fjell ekki fyrir. Fundi slitið.
Sigurður Sigurfinnsson Sveinn P. Scheving
Ágúst Árnason St. Sigurðsson
Árni Filippusson
Ár 1910, miðvikudaginn 29. september, átti skólanefndin fund með sjer að Ásgarði.
Allir nefndarmenn á fundi þ. e. Sigurður Sigurfinnsson, Steinn Sigurðsson, Sveinn P. Scheving og Árni Filippusson, sem allir höfðu verið endurkosnir í nefndina til þriggja ára og sr. Jes A. Gíslason sem einnig hafði verið kosinn í nefndina í stað Ágústar Árnasonar.
- Var þá
1. Lesið upp brjef frá stjórn Ungmennafjelags Vestmannaeyja dags. 26. s. m. þar sem hún fer þess á leit fyrir hönd nefnds fjelags, að skólanefndin ljái því ókeypis húsnæði fyrir unglinga kvöldskóla í skólahúsi hjeraðsins en gefur í skyn að hún muni annast um hitun og lýsing skólastofunnar án kostnaðar fyrir barnaskólann eða sveitarsjóðinn.
Nefndin ályktaði að veita hið umbeðna með greindum skilyrðum.
2. Lagt var fram brjef frá Umsjónarmanni fræðslumálanna dags. 17. s. m. Með því brjefi er nefndinni tilkynnt að stjórnarráðið hafi úthlutað barnaskólanum 600 kr. af því fje sem veitt er til barnaskóla í fjárlögunum.
3. Nefndin ljet í ljósi þá ósk sína að bindindisfræðsla, með stuttum fyrirlestrum við hæfi barnanna, færi
fram í barnaskólanum við og við.
4. Áður kosnir formaður og skrifari nefndarinnar voru endurkosnir.
- Fleira fjell ekki fyrir. Fundi slitið.
- Fleira fjell ekki fyrir. Fundi slitið.
- Sigurður Sigurfinnsson Árni Filippusson
- Jes A. Gíslason Sveinn P. Scheving St. Sigurðsson
- Sigurður Sigurfinnsson Árni Filippusson
Ár 1912, fimmtudaginn 12. september, átti skólanefndin fund með sjer að Ásgarði, kl. 7 e. h. Allir nefndarmenn mættu.
Var þá:
Lagt fram bréf frá Magnúsi Kristjánssyni kennara, dags. 10. september, þar sem hann skorar á skólanefndina „að rýma svo til í leikfimihúsi barnaskólans að hann sjái sér fært að kenna leikfimi þar.
Nefndin kannast við, að eins og nú stendur muni vera torvelt að kenna leikfimi í húsinu og ekki nema fáum börnum í einu, þvi vegna þess að það er jafnframt notað fyrir þinghús og fundahús er þar svo mikið af borðum, stólum og bekkjum auk ofns að gólfrúm er mjög lítið, það því fremur sem töluverður hluti gólfsins er afgirtur með grindum. En af því að mikið af munum þeim sem órýmindunum valda eru undir umsjón sýslumanns, sá nefndin sér ekki fært að útrýma þeim án hans tilhlutunar. Formanni nefndarinnar var því falið að æskja sem fyrst tilhlutunar sýslumanns um útrýming þess sem honum við kemur og hann getur verið án.
Fleira fjell ekki fyrir. Fundi slitið.
Sigurður Sigurfinnsson St. Sigurðsson Sveinn P. Scheving Jes A. Gíslason Árni Filippusson
Ár 1913, sunnudaginn hinn 5. janúar átti skólanefndin fund með sjer að Ásgarði. Fjórir nefndarmenn mættu, en Steinn Sigurðsson mætti ekki.
Tilefni fundarins var að Steinn skólastjóri Sigurðsson hafði með bréfi dags. í gær, sem var lesið upp á fundinum, tilkynnt skólanefndinni að hann hefði orðið að vísa einu af börnum skólans, Ólafi Sigmundssyni úr skólanum til bráðabirgða í gær, vegna þess að hann hegðaði sér illa, óskaði eftir að nefndin léti í ljósi hvað afráða skuli um burtrekstur til fulls.
Nefndin áleit að eftir 10. grein reglugjörðar skólans komi ekki til skólanefndarinnar aðgjörða í slíkum tilfellum sem hér ræðir um, heldur sé það algjörlega komið undir áliti kennara. Yrði nefndin því að láta sér nægja að skírskota til téðrar greinar reglugerðarinnar.
Fleira fjell ekki fyrir. Fundi slitið.
Sveinn P. Scheving Sigurður Sigurfinnsson Árni Filippusson Jes A. Gíslason
5/1 1913 Steini skólastjóra Sigurðssyni skrifað samkv. fundargjörðinni.
Ár 1913, sunnudaginn 18. maí, átti skólanefndin fund með sjer að Ásgarði. Steinn Sigurðsson mætti ekki á fundinum, en hinir fjórir nefndarmenn mættu.
Var þá
1. Lagður fram, yfirskoðaður og samþykktur reikningur yfir tekjur og gjöld skólans næstl. skólatímabil. 2. Lagðar fram, yfirskoðaðar og undirskrifaðar hinar fyrirskipuðu skýrslur um skólann næstl. skólatímabil. Var ályktað að fela formanni nefndarinnar að afgreiða skýrslur þessar til stjórnarráðsins. 3. Lesin voru upp 3 brjef til nefndarinnar frá Kristni Benediktssyni frá Völlum sem verið hafði prófdómari skólans við seinasta aðalpróf. Öll eru brjef þessi dagsett 27. marz næstl. Í einu af bréfum þessum lætur prófdómarinn í ljósi skoðun sína um árangur kennslunnar í náttúrufræði, reikningi og réttritun o. fl. og lætur allvel yfir honum. Í öðru bréfi minnist hann á próf í söng, lætur miður yfir því, en ber við mjög stuttum kennslutíma, telur kennslustundirnar allt skólatímabilið aðeins 40 klukkustundir alls. Við það athugaði nefndin það að á reikningi frá söngkennaranum eru kennslustundirnar taldar vera 50, telur hún reikninginn réttan, en skýrslu prófdómarans byggða á skökkum grundvelli. Þriðja bréfið er um próf í leikfimi sem prófdómarinn telur vera ábótavant, en kennir um ónógu húsrými og þá einkanlega vantandi kennsluáhöldum. En þar sem hann getur ekkert um hver kennsluáhöld vanti, getur brjef þetta ekki verið nefndinni til verulegrar leiðbeiningar og tók hún því ekki neina ákvörðun í tilefni af því. 4. Lagt var fram brjef frá kennara Eiríki Hjálmarssyni, dags. 2. þ. m. þar sem hann fer fram á að kennaralaun sín verði hækkuð úr 350 kr. í 400 kr. Nefndin samþykkti í einu hljóði að fallast á þá launahækkun fyrir næstkomandi skólatímabil. 5. Sökum þess að kennari Magnús Kristjánsson hafði tjáð sig ófáanlegan til að kenna framvegis leikfimi við skólann, ályktaði nefndin að ráða til þess starfa Magnús Stefánsson á Hofi, þar sem hún telur hann hæfan til þess og er eftir sögu formanns nefndarinnar einnig fáanlegur til þess.
Fleira fjell ekki fyrir. Fundi slitið.
Sigurður Sigurfinnsson Árni Filippusson Sveinn P. Scheving Jes A. Gíslason
Ár 1913, mánudaginn 1. september átti skólanefnd Vestmannaeyjaskólahjeraðs fund með sjer að Ásgarði kl. 6 e. h. Allir nefndarmenn mættu.
Var þá tekið fyrir:
1. Jónína Guðnadóttir í Haga sem næstl. skólatímabil hafði á hendi ræstingu skólans, hafði sent nefndinni umsókn um þann starfa um skólatímabilið 1913-1914 með sömu kjörum og næstl. skólatímabil, semsje að borgunin fyrir verkið sé 110 kr., þá að því áskildu að hún væri laus við hreinsun á leikfimishúsinu eftir almenna fundi og ungmennasamkomur, nema fyrir sérstaka borgun. Nefndin ályktaði að ganga að þessum kostum.
Ýmislegt fleira kom til tals sem ekki þótti ástæða til að bókfæra.
Fundi svo slitið.
Sigurður Sigurfinnsson Árni Filippusson Jes A. Gíslason St. Sigurðsson Sveinn P. Scheving.
Ár 1913, mánudaginn hinn 13. október átti skólanefnd Vestmanneyjaskólahjeraðs fund með sjer að Ásgarði.
Allir nefndarmenn mættu á fundinum.
Var þá:
1. Formaður skýrði frá því að Magnús Stefánsson á Hofi sem ráðinn hafði verið til að kenna leikfimi við skólann, hefði brotið loforð sitt í því efni og tjáð sig ófáanlegan til að gefa sig við þeirri kennslu.. Þessvegna var fyrverandi leikfimiskennari Magnús Kristjánsson, sem boðaður var á fundinn og mætti á honum, ráðinn til að kenna leikfimi á yfirstandandi skólatímabili 3 tíma í viku og tjáði hann sig fáanlegan til að takast það á hendur vegna ítrekaðra tilmæla skólanefndarinnar, jafnvel þó honum væri það ógeðfellt eins og hann hefði áður tjáð nefndinni. 2. Lagt var fram brjef frá skólastjóra Steini Sigurðssyni, þar sem hann skýrir frá að beðið hafi verið um skólahúsið til veisluhalds fyrir foringja varðskipsins „ Islands Falk“, og að hann vilji ekki „leysa upp skólann“ í því skyni, þar sem gert sé ráð fyrir að það verði í 2 daga, nema með samþykki skólanefndarinnar og æskir hann svars hennar um það. Nefndin ályktaði að veita samþykki sitt til þess að skólahúsið yrði léð í þessu augnamiði, en leit svo á að ef til þessa veisluhalds þyrfti tveggja daga „frí“ í skólanum, yrði annars dags „fríið“ notað sem venjulegt „mánaðarfrí“. 3. Fyrir yfirstandandi skólatímabil var kosinn formaður skólanefndarinnar Sigurður Sigurfinnsson og skrifari hennar Árni Filippusson.
Fleira fjell ekki fyrir. Fundi slitið.
Sigurður Sigurfinnsson Árni Filippusson Jes A. Gíslason Sveinn P. Scheving Brynj. Sigfússon