Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1971/ Bára blá

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 16. maí 2017 kl. 14:06 eftir Karibjarna2 (spjall | framlög) Útgáfa frá 16. maí 2017 kl. 14:06 eftir Karibjarna2 (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

í SKÁLDAÞÆTTI Sjómannadagsblaðsins kynnum við að þessu sinni Margréti Guðmundsdóttur, sem hefur valið sér skáldaheitið Björk, en það hefur hún notað frá 15 ára aldri, er húu byrjaði að yrkja.
Björk er öllum Vestmannaeyingum að góðu kunn, hún var búsett hér um árabil, og þekkir vel störf og hlutskipti sjómannskonunnar. Er maður hennar Guðsteinn Þorbjörnsson fyrrum skipstjóri, kunnur formaður og Eyjamaður á sinni tíð. Sjómannadagsblað Vestmannaeyja hefur áður birt Ijóð eftir Björk, Drengurinn við hafið og minningarljóð í blaðinu árið 1967 og 1969. Hvort tveggja gullfalleg ljóð, sem vöktu verðskuldaða athygli.
Það er vert að minnast sjómannskonunnar, því að hlutur hennar er ekki lítill í starfi og lífi sjómannsins, og þá ekki hvað sízt í lífi barnanna sem heima sitja. Hlutverk hennar er oft tvíþætt. Höfum við valið að opna Sjómannadagsblaðið 1971 með kvæðinu Konan við gluggann eftir Björk.
Um það kvæði segir hún í bréfi til ritstjóra blaðsins:
„Konan við gluggann er i minum huga sú, sem kemur fram í fyrsta erindi ljóðsins. Hún er við gluggann um fagurt sumarkvöld, horfir út á hafið, á báta og skip í fjarska, horfir hugfangin og hugsandi út yfir þá dýpstu fegurð, sem til er, en hugurinn fer til baka.“ Um þáttinn „Bára blá“ segir Björk: „Bára blá ásamt þessu ljóði (Konan við gluggann) var fluttur í kirkjunni okkar (Aðventistakirkjunni) á sjómannasamkomu árið 1950 eða um það leyti. Smári sonur minn var í hlutverki drengsins, þá 10-11 ára eða um það bil. Þá voru 3 bátar, sem tilheyrðu okkar safnaðarmönnum og upphaflega bjó ég þáttinn til flutnings fyrir „okkar“ sjómenn á kvöldvöku, en hann var svo fluttur aðeins seinna fyrir almenning. A undan samtalsþættinum og ljóðinu las ég innganginn. Það voru leikin sjómannalög mjög lágt meðan lesið var, einnig fyrst í samtalsþættinum og við lok hans.“
Um ljóð sín segir Björk: „Ef ég hef fengið frétt um, að ljóð mitt hafi veitt þeim, sem hlaut, ofurlítinn sólargeisla, hef ég glaðst yfir að eiga þetta pund. Það er einmitt það, sern mig langar til, að ljóðin mín veiti sólskini og yl til hvers sern kemur í návist þeirra.“
Við vitum að svo hefur sannarlega verið með ljóð frú Margrétar. Sendum við henni og manni hennar, sem nú eru búsett í Reykjavík beztu kveðjur með þökk fyrir ljóðabréfið og þáttinn. Ritstj.


Glaður veiðimaður.