Barnaskólinn í Vestmannaeyjum 1880-1930/Barnaskólinn/Gjörðabók/Gjörðabók fyrir skólanefndina í Vestmannaeyja skólahéraði 1909-1932 texti bls. 190-205
Frú Jónína Þórhallsdóttir,sem hefir tekið aðalpróf við kennaraskólann í Reykjavík, er af hlutaðeigandi skólanefnd hjer með ráðin kennari við barnaskólann í Vestmannaeyjakaupstað skólaárið 1919/20.
Kennslutími skal vera 6 mánuðir, 5 klst. hvern virkan dag, en um launakjör og önnur nánari ráðningarskilyrði fer eftir lögum þeim, um skipun barnakennara og laun þeirra, sem samþykt voru á seinast höldnu alþingi.
Vestmannaeyjum í septembermánuði 1919. Í skólanefnd Vestmannaeyjakaupstaðar:
Árni Filippusson J. A. Gíslason Gunnar Ólafsson Oddg. Guðmundsson
Að jeg sje samþykk ofanskrifuðum samningi votta jeg með undirskrift minni.
Jónína G. Þórhallsdóttir
1919/20
Ungfrú Dýrfinna Gunnarsdóttir, sem hefir tekið aðalpróf við kvennaskólann í Reykjavík og notið fræðslu á námskeiði kennaraskólans þar, er af hlutaðeigandi skólanefnd hjer með ráðin kennari við barnaskólann í Vestmannaeyjakaupstað skóla-árið 1919/20.
Kennslutími skal vera 6 mánuðir, 5 klst. hvern virkan dag, en um launakjör og önnur nánari ráðningarskilyrði fer eftir lögum þeim, um skipun barnakennara og laun þeirra, sem samþykkt voru á seinast höldnu alþingi.
Vestmannaeyjum í septembermánuði 1919. Í skólanefnd Vestmnnaeyjakaupstaðar.
Árni Filippusson J. A. Gíslason Gunnar Ólafsson Oddg. Guðmundsson
Að jeg sje samþykk ofanskrifuðum samningi votta jeg með undirskrift minni.
Dýrfinna Gunnarsdóttir
Hr. Sigurbjörn Sveinsson, sem um mörg ár hefir verið kennari við barnaskólann í Reykjavík og hefir notið fræðslu á námsskeiði kennaraskólans þar, en er að öðru leyti sjálfmenntaður maður, er af hlutaðeigandi skólanefnd hjer með ráðinn kennari við barnaskólann í Vestmannaeyjakaupstað skóla-árið 1919/20.
Kennslutími skal vera 6 mánuðir, 5 klst. hvern virkan dag, en um launakjör og önnur nánari ráðningarskilyrði fer eftir lögum þeim, um skipun barnakennara og laun þeirra, sem samþykkt voru á seinast höldnu alþingi.
Vestmannaeyjum í septembermánuði 1919 Í skólanefnd Vestmannaeyjakaupstaðar:
Árni Filippusson J. A. Gíslason Gunnar Ólafsson Oddg. Guðmundsson
Að jeg sje samþykkur ofanskrifuðum samningi votta jeg með undirskrift minni.
Sigurbjörn Sveinsson
1919/20
Hr. Páll Bjarnason, sem tekið hefir próf í uppeldisfræðum við kennaradeild Flensborgarskólans, tvívegis notið fræðslu á námsskeiði kennaraskólans í Reykjavík, stundað nám við lýðháskóla í Danmörku og í mörg ár verið kennari við skóla í Árnessýslu, er af hlutaðeigandi skólanefnd hjer með ráðinn kennari við barnaskólann í Vestmannaeyjakaupstað skóla-árið 1919/20.
Kennslutími skal vera 6 mánuðir, 5 klst. hvern virkan dag, en um launakjör og önnur nánari ráðningarskilyrði fer eftir lögum þeim, um skipun barnakennara og laun þeirra, sem samþykkt voru á seinast höldnu alþingi.
Vestmannaeyjum í september-mánuði 1919 Í skólanefnd Vestmannaeyjakaupstaðar:
Árni Filippusson J. A. Gíslason Gunnar Ólafsson Oddg. Guðmundsson
Að jeg sje samþykkur ofanskrifuðum samningi votta jeg með undirskrift minni
Páll Bjarnason
Eftirrit af samningum 1923
Herra Páll Bjarnason, skólastjóri við barnaskólann í Vestmannaeyjum, er af hlutaðeigandi skólanefnd hjer með ráðin til að stjórna „Unglingaskóla Vestmannaeyja“ um skólaárið, sem byrjar 1. október 1923.
Fyrir stjórn unglingskólans greint skólaár skal hann fá 120 króna laun, og auk þess 2 krónur um hverja klukkustund, sem hann kennir í þeim skóla.
Vestmannaeyjum 25. september 1923 F. h. skólanefndarinnar
Að jeg sje samþykkur ofanskrifuðum samningi votta jeg með undirskrift minni.
Páll Bjarnason
Frú Dýrfinna Gunnarsdóttir, fyrrverandi kennslukona við barnaskólann í Vestmannaeyjum, er af hlutaðeigandi skólanefnd hjer með ráðin til að vera kennari við „Unglingaskóla Vestmannaeyja“ um skólaárið, sem byrjar 1. október 1923.
Á greindu skólaári skal hún, að forfallalausu, kenna í unglingaskólanum 1-2 klukkustundir hvern þann virkan dag, sem skólinn er haldinn, og fá í kennslukaup 2 krónur fyrir hverja kennslustund sína.
Vestmannaeyjum 25. september 1923. Árni Filippusson p. t. formaður nefndarinnar.
Að jeg sje samþykk ofanskrifuðum samningi votta jeg með undirskrift minni.
Dýrfinna Gunnarsdóttir
Eftirrit af samningum.
1923
Herra Halldór Guðjónsson, kennari við barnaskólann í Vestmannaeyjum, er af hlutaðeigandi skólanefnd hjer með ráðinn til að vera kennari við „Unglingaskóla Vestmannaeyja“ um skólaárið, sem byrjar 1. október 1923. Á greindu skólaári skal hann, að forfallalausu, kenna í unglingaskólanum 1-2 klukkustundir hvern þann virkan dag, sem skólinn er haldinn, og fá í kennslukaup 2 krónur fyrir hverja kennslustund sína.
Vestmannaeyjum 25. september 1923 F. h. skólanefndarinnar
Árni Filippusson p. t. formaður nefndarinnar
Að jeg sje samþykkur ofanskrifuðum samningi votta jeg með undirskrift minni.
Halldór Guðjónsson
Herra Steinn Emilsson, steinafræðingur, er af hlutaðeigandi skólanefnd hjer með ráðinn til að vera kennari við „Unglingaskóla Vestmannaeyja“ um skólaárið, sem byrjar 1. október 1923.
Á greindu skólaári skal hann, að forfallalausu, kenna í unglingskólanum 1-2 klukkustundir hvern þann virkan dag, sem skólinn er haldinn og fá í kennslukaup 2 krónur fyrir hverja kennslustund sína.
Vestmannaeyjum 27. september 1923. Árni Filippusson p. t. formaður nefndarinnar
Að jeg sje samþykkur ofanskrifuðum samningi votta jeg með undirskrift minni.
Steinn Emilsson