Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1960/ Fáninn okkar

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 24. apríl 2017 kl. 14:45 eftir Vpj1985 (spjall | framlög) Útgáfa frá 24. apríl 2017 kl. 14:45 eftir Vpj1985 (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Fáninn okkar


Fáninn blaktir hátt við hún.
Á helga krossins sigurrún
merki þetta minnir á
mann hvern er það kann að sjá

Þrílitt merkið minnir á
og mestan leyndardóm vill tjá
um þrenning helga í himindýrð
er hvorki verður séð né skýrð

Hvert sem landann báran ber
blæjan hreina minn fer
á blámann heiða, bjarta mjöll
og bjarmann elds er loga fjöll

Tvílitur mun tákna kross
trúarinnar dýrsta hnoss
blóðgan sveita, benja tár
brotin læknuð hvít sem snjár

Hvar sem blæjan blaktir hrein
bæn til himins stígur ein:
Helguð krossins hreinni glóð
hátt stefni Íslands þjóð.

Fyrsta sumardag 1960.