Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1985/ Básar
Básar Básar voru formlega teknir í notkun 8. des. s. l. Boðað var til samsætis að Básum af því tilefni. Boðið var stjörnum aðildarfélaga ásamt nokkrum velunnurum og frétta¬mönnum. Þó að gerð hafi verið grein fyrir stofnun húsfélagsins Bása í Sjómannadagsblaðinu 1978 þykir rétt ac) bæta um betur nú. Í þessu blaði birtist hluti ræðu Jóhannesar Kristins¬sonar við þetta tækifæri. seinni hluti hennar. þar sem rakin er saga hússins til dagsins í dag. Jóhannes Kristinsson setti samsætið og bauð gesti velkomna. Síðan minntist hann tveggja látinna félaga úr hússtjórninni. þeirra Kristins Sigurðssonar og Alfreðs Þorgríms¬sonar, svo og annarra félaga sem látist hafa síðastliðin átta ár. Risu viðstaddir úr sæturn. Séra Kjartan Örn Sigurbjörnsson flutti blessunarorð og óskaði húseigendum til hamingju með húsið og farsældar um ókomin ár. Jóhannes rakti sögu húsfélagsins frá því :í árinu 1976, en þá sameinuðust fimm félög um húsakaupin, Verðandi, Vélstjórafélagið. Sjómannadagsráð. Björgunarfélagið og slysavarnadeildin Eykyndill. Jóhannes sagði m.a.: „Fljótlega var Carl Ólafur Granz fenginn til liðs við hússtjórnina til að harma og full¬gera húsið eftir hugmyndum hússtjórnar¬innar. Það er álit flestra að sá liðsauki, sem Carl Ólafur var. hafi verið ómetanlegur. Hægt og sígandi var unnið að uppbygging¬unni í sjö ár, en lokaspretturinn var svo á þessu ári. Það var ætíð ætlunin frá upphafi að uppbyggingin yrði ekki hraðari en svo að húsið yrði félögunum. sem stöðu að húsa-kaupunum, ekki fjárhagsleg byrði. Óneitan¬lega stóðu Verðandi-menn best að vígi því að þeir áttu húseign sem eyðilagðist í gosinu. en hin félögin höfðu misjafnar fjáröflunarleiðir til ac) fjármagna húsakaupin. Þau má því segja að þrátt fyrir góðan ásetning hafi mis¬jöfn ljárhagsgeta verið orsök þess að húsið var ekki endanlega tilbúið fyrr en nú. Í stuttu máli er húsbyggingarsagan þessi: Húsfélagið stofnað 5. des. 1976. Húsið keypt 6. des. 1976. Á árunum 1976 til 1980 eru neðsta hæð og miðhæð svo til fullkláraðar. 1980 til 1983 var unnið við rishæðina. en það var árið 1980 sem þekjunni var lyft í nú¬verandi mynd. Á fundi 8,. janúar l 984 var tekin ákvörðun um að hraða framkvæmdum þannig að húsinu yrði lokið á árinu. 22. mars er svo fyrirliggjandi tilboð frá Carli Ólafi um að ljúka við húsið. Það er svo í byrjun apríl að fundin er leið til að fjármagna fyrirtækið og voru þau Richard Sighvatsson og Jórunn Helgadóttir fengin til að semja endanlega við Carl Ólaf um verkið. Samkomulag tókst fljótlega og skyldi verkinu lokið fyrir 15. maí og stóðst það nokkurn veginn. Björgunarfélagið notaði salinn fyrst til kaffisamsætis í endaðan maí og þótti takast vel. Eykyndilskonur hafa haldið tvo eða þrjá skemmtifundi á efstu hæðinni. Verðandi hefur haldið tvo fundi á loftinu. Það skal tekið fram að frá því að húsið var keypt hafa allir stjórnarfundir félaganna verið haldnir á miðhæðinni, í norðausturherberginu. Það er því óhætt að segja að húsið sé löngu komið í gagnið þó að við tökum það formlega í notkun allt hér í kvöld. Ég held að hér sé um einstakt fyrirbæri á Íslandi að ræða og þótt víðar væri leitað, að fimm félagasamtök skuli sameinast um svo viðamikið hús sem Básar eru. Og það ótrú¬lega er, að alveg furðulitlir árekstrar hafa verið á þessum átta árum, þó að bryddað hafi lítillega á þeim, en ekkert sem skemmt hefur hina góðu sambúð og ég vona að hún megi haldast um ókomin ár. Eins og sést hér nú er salurinn svo til búinn, vantar aðeins gardínur sem töfðust, aðallega vegna verkfalls í haust, en þær koma fljót¬lega. Ýmislegt er að ske á neðstu hæðinni, það eru Björgunarfélagsmenn að fylgja eftir kröfum tímans. Miðhæðin svo til búin með sínu skemmtilega fyrirkomulagi. Varðandi salernin, þá var það eina sem við gátum gert fyrir fatlaða, sem eiga eftir að koma hingað, að eitt klósettið er stærra en hin. Í fjárþröng okkar - sem hlýtur að vera þegar Básar eru annars vegar - kom fram tillaga um að selja auglýsingar fyrir ofan borðin, þannig að ef einhver keypti auglýs¬ingu fyrir sitt fyrirtæki eða sjálfan sig sem einstakling, héngi nafnspjald viðkomandi yfir því borði um ókomin ár og það nefnt eftir því fyrirtæki eða þeim einstaklingi. Lítillega hef ég kynnt þetta mál út á við og er tölu¬verður áhugi, en hefur þótt nokkuð dýrt þar sem ég vil selja borðið fyrir 100 þús. kr. Ég hef sagt að ég sé liðlegur í samningum og er ekki dottinn upp fyrir með fyrirtækið enn. Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka samstarfs¬fólki mínu í húsnefnd fyrir ánægjulegt sam¬starf í átta ár. Og ekki síður vil ég þakka Carli Ólafi fyrir samfylgdina. Hér hefur aðeins verið stiklað á stóru á átta ára ferli, en það hefði verið hægt að skrifa heilt blað, svo margt hefur skeð." Carl Ólafur sté í pontu og sló á létta strengi, afhenti meðal annars Einari Guð¬mundssyni fornaldarkylfu sem hann hafði verið látinn gæta er þakinu var lyft. Rósa Magnúsdóttir, formaður slysavarna-deildarinnar Eykyndils, sagði frá notkun hússins á vegum félagsins en hún hafði verið nokkur. Einnig sagði hún frá því að Eykyndilskonur hefðu ákveðið að færa húsinu að gjöf ,,brunastrokk" sem yrði hafður í glugga á efstu hæð. ,,Strokkurinn" er þannig, að ef eldur yrði laus þá er hann neyðarútgangur. Friðrik Ásmundsson sagði frá því hvernig Verðandi hefði eignast þennan stóra hlut sem Jóhannes Kristinsson nefndi hér að framan, en það var er ekkja Guðjóns heitins frá Heiði gaf neðstu hæð húseignarinnar Heiði. Þar hafði Verðandi komið sér upp skrifstofu og annarri aðstöðu þegar gosið hófst, en Viðlagasjóður svo greitt þegar húsið var dæmt ónýtt. Eftir kaffiveitingar var gestum boðið að skoða húsið en formaður hvers félags var til staðar í viðkomandi herbergi og svaraði spurningum gesta. Um kl. 23 mætti hljómsveit á staðinn og spilaði til kl. 3 eftir miðnætti fyrir dansi. Núverandi stjórn húsfélagsins Básar skipa: Frá Verðandi Richard Sighvatsson, frá Vélstjórafélagiriu Gústaf Ó. Guðmundsson, frá Sjómannadagsráði Jóhannes Kristinsson, frá Björgunarfélaginu Grímur Guðnason. frá Eykyndli Sigríður Björnsdóttir. Ræða Rósu Magnúsdóttur formanns Eykyndils Góðir félagar og gestir. Í kvöld er stórum áfanga náð í sögu félagsins og starfi félaga okkar, sem nú vígja þetta hús. Bása. Er það einlæg ósk okkar Eykyndilskvenna að starf og félagsandi í félögum okkar megi eflast og dafna við þessar gjörbreyttu og góðu aðstöðu sem skapast hefur með tilkomu þessa samastaðar. Aðdragandinn er orðinn nokkuð langur, eða átta ár. Það var á fundi í Eykyndli 27. okt. 1976 að samþykkt var að Eykyndill tæki þátt í kaupum Halkionshússins ásamt með Björgunarfélaginu, Sjómannadagsráði. Vél-stjórafélaginu og Verðandi. Eins og okkur konum er títt átti auðvitað að skotganga með lagfæringu hússins. Satt að segja hefur aldrei skort viljann hjá félögun- um, ónei. Peningaskortur hefur háð fram-kvæmdum öðru fremur. En nú erum við hér og bjart framundan. Að vísu er ýmislegt ógert og svo til öll tæki til reksturs hússins ókomin. En trú okkar er að það komist í lag. vonandi fljótt. Í það minnsta eru gardínurnar á leiðinni. Ég verð nú að hvísla að ykkur að við Eykyndilskonur erum búnar að syndga upp á náðina og halda hér tvo fundi. Á fyrsta fundinum. sem haldinn var 24. okt., var svohljóðandi tillaga borin upp: „1 tilefni þess að húsið Básar er tekið í notkun leggur stjórn Eykyndils til að Ey¬kyndill gefi Básum björgunarstrokk sem settur verði við húsið svo fljótt sem auðið er. .. Var þetta samþykkt og hafa bréf um þetta verið send til meðeignarfélaga okkar. Strokkurinn hefur verið pantaður en það getur tekið sex mánuði að við fáum hann. Við í Eykyndli teljum að við hefðum ekki getað eignast félagsmiðstöð á betri stað í bænum, því að eins og Jórunn Helgadóttir sagði á fyrsta Eykyndilsfundinum hér í Básum: ,,Þá blasir við okkur hér út um gluggana það sem við vinnum fyrir með slysavörnum, það eru bátarnir, skipin og bærinn að baki okkar." Ég get ekki lokið þessari tölu án þess að minnast á Kristin Sigurðsson. Hann hafði óþrjótandi áhuga á framgangi og velferð þessa húss og eru þau ótalin handtökin hans hér í Básum. Vil ég færa ekkju hans, Bjarnýju Guðjónsdóttur, og börnum þeirra þakkir okkar í Eykyndli og segja þeim að góð sam¬vinna okkar við hann er ekki gleymd. Þá er mér óhætt að segja að samvinna okkar fimm félaganna hefur verið með sóma, og er það ósk okkar að svo megi verða um ókomin ár. Vil ég fyrir hönd Eykyndils þakka Jóhannesi og Geirrúnu fyrir höfðinglega gjöf sem við munum nota nú í kvöld. Til hamingju með Bása, félagar. Rósa Magnúsdóttir.