Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1985/ Heyrt í talstöðinni eða í lúkarnum

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 22. mars 2017 kl. 13:43 eftir Halla1 (spjall | framlög) Útgáfa frá 22. mars 2017 kl. 13:43 eftir Halla1 (spjall | framlög) (Ný síða: Heyrt í talstöðinni eða í lúkarnum Hjalli á Enda var eitt sinn sem oftar á humar hér austan við Eyjar. En vegna þess að hann hafði ekki nema takmarkað af vírum gat hann...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Heyrt í talstöðinni eða í lúkarnum Hjalli á Enda var eitt sinn sem oftar á humar hér austan við Eyjar. En vegna þess að hann hafði ekki nema takmarkað af vírum gat hann ekki farið út á það dýpi þar sem bátarnir fengu mestan humar. Hinir skip¬stjórarnir voru samt sem áður duglegir að láta Hjalla vita ef þeir fengu mikið af humri. og var Hjalli orðinn á leiður á þessu. Það koma að því að Hjalla fannst nóg komið og þegar bátur nokkur tilkynnti honum góðan afla sagði Hjalli: .,Getið þið ekki skilið það að ég fer ekki út á svona mikið dýpi. því ég er svo djöfull lofthræddur!" Hjalli sagði eitt sinn þegar hann var að fá ágætt við rafstrenginn: ,.Ég ernú ekki kaldari en svo að ég þori ekki annað en að sleppa stýrinu þegar ég bruna yfir strenginn! .. Sýnishorn af talstöðvar-viðskiptum báta: Hafsteinn: Varstu að fá 'ann, Siggi minn? Siggi Óla: Það var l 1í2 tonn, Hafsteinn, náði ekki tveimur eftir þrjá tímana. Hafsteinn: Það hefði einhvern tíma þótt gott, þótt það þyki ekki mikið í dag. Siggi Ola: Já, Hafsteinn. maður hefði ein-hvern tíma sleikt út um, og það báðum megin. þótt maður láti svona út úr sér núna. Blessaður!

Logi, ekki orðinn útgerðarmaður, og Leó að lesa bátaauglýsingar í blöðunum: Leó: Það er hérna til sölu 12 tonna bátur í toppstandí. Viltu ekki fá símanúmerið? Logi: Er gefin upp breiddin á lúkars-kappanum? Leó: Nei. þarf það að fylgja? Logi: Já, það er upp á að koma Óla kokk niður.