Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 2004/ Kojuvaktin

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 28. febrúar 2017 kl. 11:34 eftir Karibjarna2 (spjall | framlög) Útgáfa frá 28. febrúar 2017 kl. 11:34 eftir Karibjarna2 (spjall | framlög) (Ný síða: <big><big><big><big><center>'''Kojuvaktin'''</center></big></big></big></big><br><br> '''LEIÐARVÍSIR FYRIR MATSVEINA Á ÍSLENSKUM FISKISKIPUM'''<br> Árið 1909 gaf Útgerðarmann...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Kojuvaktin



LEIÐARVÍSIR FYRIR MATSVEINA Á ÍSLENSKUM FISKISKIPUM
Árið 1909 gaf Útgerðarmannafélag Reykjavíkur út pésa með ofangreindu nafni.
Í honum má finna m.a. eftirfarandi:

UMGENGNI MATSVEINS Á HVERJU SKIPI
Matsveinn á að vanda þrifnað, bæði í hásetakompunni og káetunni. Hann skal á hverjum degi þvo og þurka gólfin og bekkina úr sápu og soda, með gólfskrúbbu; og að minnsta kosti annanhvern dag skvetta klórkalksvatni á gólfin og bekkina (sbr. Farmannalögin). Einu sinni í viku í minsta lagi skal sópa ryk og sót neðan á þilförum í hásetakompunni (Lugar), en sé þilfarið málað, skal strjúka af því á sama tímabili með votri þurrku úr volgu vatni og sápu eða með þvæl, svo óhreinindi nái ekki að festast í því. Eins og gefur að skilja, verður matsveinninn, áður en slík ræsting fer fram, að ganga frá öllum matarílátum og öðrum áhöldum, svo engin óhreinindi nái að komast í þau.
Hillur og skápa, sem matarílát og matur skulu geymd í, skal þvo úr volgu vatni, ef málað er, og með skrúbbu, ef ekki er málað. Breiða skal segldúk eða einhverjar voðir yfir eftir þvottinn.

UM SUÐU Á MAT Almennar athugasemdir. - Kjöt og aðra dýrafæðu skal láta ofan í sjóðandi vatn, svo að eggjahvítuefnið yst í kjötinu hlaupi sem fyrst saman og missist sem minst við suðuna. Hana skal láta koma sem fyrst upp aftur og halda henni svo jafnt við, en láta