Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 2001/ Minning látinna

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 30. janúar 2017 kl. 11:44 eftir Karibjarna2 (spjall | framlög) Útgáfa frá 30. janúar 2017 kl. 11:44 eftir Karibjarna2 (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
MINNING LÁTINNA



Árni Hannesson Hvoli F. 10. des. 1921 - D. 4. júní 1999. Árni Hannesson var fæddur í Vestmannaeyjum, 10. desember 1921 og þekktur meðal Eyjamanna sem Árni á Hvoll. Foreldrar hans voru hjónin Hannes Hansson skipstjóri og Magnúsína Friðriksdóttir frá Gröf í Vestmannaeyjum. Hannes var þekktur sjómaður og skipstjóri á sinni tíð, kappsfullur og fiskinn. Hann var alltaf kenndur við hús sitt Hvol, sem hann byggði fyrst við Heimagötu og síðar við Urðaveg, austan við Reykholt. Hannes á Hvoli var alinn upp hjá hjónunum Ögmundi Ögmundssyni og Vigdísi Árnadóttur, sem bjuggu í tómthúsinu Landakoti, sem var sunnan við túngarða Stakkagerðis og voru þau honum sem bestu foreldrar. Magnúsína var dugnaðarforkur, ein úr stórum systkinahópi frá Gröf, sem stóð við Urðaveg, rétt austan við Heimatorg. Þau voru 20 systkinin í Gröf, börn Oddnýjar Benediktsdóttur og Friðriks Gissurar Benónýssonar, formanns og dýralæknis í Eyjum og var hinn landskunni aflamaður Binni í Gröf einn í þessum stóra systkinahópi.
Árni var í hópi tíu systkina og ólst upp á heimili foreldra sinna til sex ára aldurs, er hann fór að Borg í Þykkvabæ til þeirra systkina Ársæls Helga, Önnu og Guðbjargar sem gengu honum í foreldrastað. Árni átti þarna gott atlæti og var þar í fóstri til sextán ára aldurs er hann flutti aftur á heimili foreldra sinna.
Bræður Árna, þeir Ögmundur, sem var elstur þeirra systkina á Hvoli, Einar síðar á Brekku og Ottó á Hvoli voru allir á sinni tíð þekktir sjómenn í Vestmannaeyjum. Eftir að Árni kom aftur til Eyja byrjaði hann ungur sjómennsku sem háseti og vélstjóri á Eyjabátum með bræðrum sínum, Ögmundi og Einari, er urðu skipstjórar á Vin og Haföldunni. sem þeir feðgar áttu. Síðar var Árni á togaranum Sævari VE 102 með móðurbróður sínum Binna í Gröf.
Ég kynntist Árna, þegar hann var vélstjóri á Ófeigi II VE 324, um 30 tonna báti, sem var upphaflega byggður úr eik í Danmörku árið 1935, en árið 1948 lengdur og stækkaður. Eigendur voru hjónin Anna Jónsdóttir frá Hólmi og Þorsteinn Sigurðsson á Blátindi og Ólafur Sigurðsson frá Skuld, sem var með bátinn frá vetrarvertíðinni 1950 til 1955.
Það var sumarið 1951 sem ég fór fyrst sem háseti til sjós. Eg var þá 16 ára og var tvö næstu sumur með Ólafi á þessum báti, gamla Ófeigi II VE 324, á reknetum og var víst ekki beysinn bógur fyrstu vikurnar. Við fengum norðanbrælu í Grindavfkursjó . Ég var sjóveikur og oft hundblautur í svörtum sjóstakk með ullarsjóvettlinga eins og tíðkaðist í þá daga. En ég man hvað allir um borð, þeir Óli í Skuld, Grétar Skaftason, Magnús Valtýsson, sem var þá 46 ára gamall og gamlinginn um borð!, Siggi Hreins sem var kokkur, Guðni Einarsson og Arni Hannesson sem var vélstjóri, voru mér góðir, þegar ég reyndi að hrista síldina úr þungum netunum og draga þau síðan aftur á hekk. Arni Hannesson sagði ekki alltaf mikið, en mér er í fersku minni hvað hann var góður sjómaður og sagði manni alltaf vel til. Hann gat stundum svarað hálf hryssingslega, en það var liður í að skóla mann til. Ég fann fljótt að þar fór maður með heitt hjarta, sem kunni vel til verka að hverju sem var gengið og var mér unglingnum velviljaður og góður.
Ólafur í Skuld, sá reyndi og mikli sjómaður, hafði mikið traust á Árna. Ég man eftir að þegar hann tók sér frí fyrir Þjóðhátíðina og fór vestur í Stykkishólm að þá tók Árni Hannesson við bátnum í Grindavfk. Þegar þeir Ólafur og Þorsteinn á Blátindi keyptu Ófeig III VE 325 frá Hollandi, sem kom til landsins í febrúar 1955 og var fyrsti stálfiskibátur, sem var smíðaður fyrir Íslendinga, tók Arni við gamla Ófeigi II VE 324. Eftir þessi tvö sumur sem ég var á Ófeigi með Árna Hannessyni get ég tekið undir það sem börn hans skrifuðu, er þau minntust hans, að Árni var dagfarslega ljúfmenni og hallmælti aldrei neinum, hjálpsamur við þá sem minna máttu sín og ávann sér vináttu samferðamanna.
Eftir að Árni Hannesson hætti sem skipstjóri á Ófeigi var hann með Metu og stýrimaður var hann á Kára VE með Guðjóni á Miðhúsum. Árni kvæntist Laufeyju Huldu Sæmundsdóttur frá Draumbæ fyrir ofan Hraun í Vestmannaeyjum og eignuðust þau sjö börn, Sæmund, Sigríði Guðrúnu, Ársæl Helga, Kobrúnu, Sunnu, Helenu og Viðar. Þau hjón reistu sér heimili að Brimhólabraut 12 og voru samhent í lífsbaráttunni, en upp úr fertugu missti Árni að nokkru heilsuna.
Árni Hannesson var eins og hann átti kyn til veiðimaður í eðli sínu og ágætur lundaveiðimaður. Skrapp hann oft með háfinn niður á Ketilbekk í Hamrinum, þar sem Ofanbyggjarar og bændur fyrir ofan Hraun stunduðu löngum lundaveiðar á sumrin og veiddu að haustinu vetrarfýl fram undir áramót. Síðustu árin dvaldi Árni á Dvalarheimili aldraðra að Hraunbúðum og á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja, þar sem hann andaðist 4. júní 1999. Hann var jarðsunginn frá Landakirkju hinn 12. júní. Blessuð sé minning míns gamla skipsfélaga Árna Hannessonar frá Hvoli.

Guðjón Armann Eyjólfsson.

Guðjón Gísli Magnússon F. 20. október 1924 - D. 27. febrúar 2000 Gísli á Skansinum, eins og hann var jafnan nefndur, var fæddur 20. október 1924 og lést 27. febrúar 2000. Hann var alinn upp í stórum systkina-hópi, sonur Gíslínu og Magnúsar Þórðarsonar á Kornhól. Kornhóll var eitt elsta bæjarstæði Eyjanna, stóð á þeim sögufræga stað Skansinum. Þar var útsýni til allra átta og augun beindust alltaf að sjónum og umferð báta og skipa inn og út úr höfninni. Ólýsanleg náttúrufegurð á góðviðrisdögum og hrikaleiki náttúruaflanna ólýsanlegur þegar stórviðri geisuðu. Þegar báta vantaði var venjan að leggja leið sína austur á Skans og fylgjast með. Oft mátti sjá tárvota brá, þegar vonin dvínaði og óttinn


um slys og ástvinamissi bærðist í brjóstum. Eins og aðrir Eyjapeyjar úr nágrenninu var leiksvæði Gísla í bernsku með félögum sínum á þessum slóðum, fjaran, klappirnar og lón eftirsóttir staðir og seinna kom sundlaugin í túnfætinum og systkinin því liðtæk í sundinu Gísli fór ungur að stunda sjóinn eins og flestir jafnaldrarnir a þessum árum, og var eftirsóttur í skiprúm fyrir dugnað og ósérhlífni. Ég kynntist honum fyrst er hann var skipsfélagi minn á togar-anum Elliðaey á miðri öldinni sem leið. Var alla tíð gott að minnast hans og annarra góðra félaga, sem þar voru um borð. Minnistætt verður ávallt er við vorum að veiðum á Halamiðum sunnudaginn 8. janúar 1950. Eg var þá kyndari og hafði labbað upp í borðsal um hádegisbil. Var þá verið að útvarpa messu frá Hallgrímskirkju og séra Jakob Jónsson prédikaði. I messulok bað séra Jakob sérstaklega fyrir Vestmannaeyjum og Vestmannaeyingum. Okkur skipsfélögunum brá, eitthvað stórkostlegt hlaut að hafa skeð. Það kom svo í ljós hálftíma síðar í fréttatíma útvarpsins hvað skeð hafði. Helgaslysið austan við Faxasker deginum áður. Já, svona var nú samskiptaformið á miðunum fyrir 50 árum. Gísli og Magnús, bróðir hans, voru skipverjar á Elliðaey er þetta skeði og fengu frá útvarpsfréttum að heyra að meðal þeirra, sem farist höfðu var Óskar bróðir þeirra. Eg dáðist mjög að hve bræðurnir tóku sorgar-tíðindunum með miklu æðruleysi. Gísli var einn af hvunndagshetjunum sem ekki fór mikið fyrir, en hugsaði fyrst og fremst um skyldur sínar heima og heiman. Hann starfaði um áratugi í Hraðfrystistöðinni og síðar Isfélaginu. Þórunn Valdimarsdóttir ágæt eiginkona hans bjó Gísla og einkasyni þeirra, Valdimar Þór, fallegt heimili, þar sem alúð var í fyrirrúmi. Lengst af bjuggu þau í húsi sínu Heiðardal, Hásteinsvegi 2. Það var Gísla ávallt metnaðarmál að hús þeirra væri í fyllsta standi. Undir Ieiðarlokin var Gísli farinn að heilsu og lést hálfáttræður og var hvfldin kærkomin. Eg bið minningu Gísla blessunar Guðs og sendi ástvinum hans hugheilar samúðarkveðjur. Jóhann Friðfinnsson

Árni Guðmundsson F. 25. júní 1926 - D. 12. nóvember 2000 Arni á Eiðum fæddist í Vestmannaeyjum 25. júní 1926. Hann lést í Kópavogi 12. nóvember 2000. Foreldrar hans voru hjónin Guðmundur Eyjólfsson, sjómaður og síðar starfsmaður Lifrarsamlagsins og Arný Magnea Steinunn Amadóttir, búsett á Eiðum í Vestmannaeyjum. Systkinin voru 6 og var Arni þriðji í röðinni. Hin eru: Olöf Stella, Sigurður, Olafur, Anton og Páll Valdimar Karl, sem lést á fyrsta ári. Vegna veikinda á Eiðum fór Arni fjögurra ára í fóstur til frænku sinnar Þuríðar Kapítólu Jónsdóttur (Kap) frá Hlíð og manns hennar Jóns Þorleifssonar vörubílstjóra. Þar ólst hann upp til fullorðinsára. Eiginkona Áma frá I. nóvember 1947 er Jóna Bergþóra Hannesdóttir frá Hæli. Böm þeirra eru: Steinar Vilberg meinatæknir og löggiltur skjalaþýðandi, Þyrí Kap menntaskólakennari og Jón Atli sérfræðingur í gigtlækningum. Arni fór ungur til sjós. Fimmtán ára gamall beitti hann á Helgu og í framhaldi á síldveiðar norður fyrir land á Sjöstjömunni. Um bæði þessi úthöld hefur hann skrifað í Sjómannadagsblað Vestmannaeyja. Margt fleira frá sjómannsárunum skrifaði hann í blaðið mörg undanfarin ár. I fyrra átti hann góða frásögn af eftirminnilegum róðri hér á vetrarvertíð á Ver með Jóni á Goðalandi. í þessu blaði eru nokkrar frásagnir af vini hans Sigurði Gissurarsyni, sem hann hafði sent ritstjóra skömmu fyrir andlátið. Margar gamlar myndir af bátum og störfum við höfnina hefur hann sent blaðinu. Þetta hafði hann geymt vel ásamt öðrum fróðleik. Blaðið, Eyjarnar og gamli tíminn hér eru honum mjög kær. Það kom vel fram í viðtölum við hann. Þótt skóla-gangan væri lítil, unglingapróf og síðar vél-stjórapróf, var hann Ijómandi vel ritfær og skriftin svo falleg að helst hefði átt að birta greinar beint skrifaðar frá hans hendi. Öll árin hér í Eyjum stundaði Árni sjóinn. Hann var lengst af vélstjóri hja góðum aflamönnum, enda umtalaður í því starfi fyrir fæmi og hreinlæti, sem


hann bar alltaf með sér. Hann var lengi á útvegi Arsæls Sveinssonar, tveimur Isleifum, Ver, Sjöfn, Ófeigi 3, Kára, Hafemi o.fl. Eftir eldgosið 1973 settist fjölskyldan að í Reykjavfk en bjó lengst af í Kópavogi. Hann hélt sjómennskunni áfram var tíu ár vélstjóri, hjá Þorvaldi Amasyni skipstjóra á Asþóri RE. Hann mat Þorvald mikils og minntist oft á hann. Eftir nærri 40 ár á sjó, hóf hann störf á bensínstöð og síðar smíðar hjá Kópavogsbæ Þá gerðist hann húsvörður í Þinghólsskóla til starfsloka. Þar kom þessi myndarlegi og prúði maður sér mjög vel eins og við var að búast. Eftir starfslok hafði hann ýmis-legt að sýsla. Hann var laginn að teikna og mála, en ræktaði það ekki mikið. Þau hjónin gengu og ferð-uðust mikið um landið, og kartöflur ræktaði hann af áhuga. Við andlát Árna á Eiðum eru honum færðar þakkir fyrir hugulsemina við Sjómannadagsblað Vestmannaeyja, myndir og greinar, sem hann hefur sent. Eiginkonu og börnum eru sendar samúðar-kveðjur. Friðrik Ásmundsson.

Ingólfur Matthíasson F. 17. desember 1916 - D. 18. október 1999 Ingólfur Matthíasson fæddist á Gjábakka í Vestmannaeyjum 17. desember 1916. Foreldrar hans voru hjónin Matthías Gíslason f. 14. júnf 1893 í Sjávargótu á Eyrarbakka, d. 24. janúar 1930 og Þórunn Júlía Sveinsdóttir f. 8 júlí 1894 á Eyrarbakka, d. 20 maí 1962. Systkini Ingólfs: Sveinn f. 1918, d. 1998, matsveinn, Óskar f. 1921, d. 1992, skipstjóri og útgerðarmaður, Gísli f. 1925, d. 1933 og Matthildur Þórunn f. 1926, d. 1986 húsfreyja í Vestmannaeyjum. Hálfsystkini lngólfs eru Gísli M. Sigmarsson f. 1939, skipstjóri og útgerðarmaður og Erla Sigmarsdóttir f. 1942, húsfreyja í Vestmanna-eyjum. Matthías, faðir lngólfs, var formaður á mótor-bátnum Ara VE 235, en hann var 13 brl. Báturinn fórst 24. janúar 1930 með allri áhöfn, sem er 5 menn. Matthías var þá 36 ára og var þetta sjöunda vertíð hans sem formaður. Sjórinn var alla tíð starfsvettvangur lngólfs. Hann byrjar á sjónum vetrarvertíðina 1933, þá aðeins 16 ára gamall. Upp úr 1940 gerist hann vél-stjóri á Mugg VE 322 undir skipstjórn Páls Jónassonar frá Þingholti. 1945 - 1946 stundar hann vélstjórnarnám í Reykjavík og lauk þar hinu meira vélstjóraprófi. 1947 er hann ráðinn 1. vélstjóri á Helga Helgason VE 343 undir skipstjórn Arnþórs Jóhannssonar. Helgi Helgason var þá nýbyggður og var og er enn stærsta tréskip byggt hér á landi. Sýnir þetta hvílfkt traust var borið til Ingólfs að fela honum svo ábyrgðarmikið starf. Ingólfur var mjög fær vélstjóri og snyrtimennska var honum í blóð borin. Var alla tíð mikil ánægja að koma niður í vélarhús til hans og virða fyrir sér vélbúnaðinn og hina góðu umgengni hans. Arið 1955 hlaut hann skipstjórnarréttindi og tók í janúar við skipstjórn á Frosta VE 363. sem þá kom nýbyggður frá Svíþjóð. 1958 lýkur hann fiskimannaprófi hinu minna af námskeiði sem Stýrimannaskólinn í Reykjavfk hélt í Eyjum, en það veitti 120 rúmlesta réttindi. Um haustið sækir hann Gullþóri VE 39 til Svfþjóðar og er með hann árið 1959. Hann starfað því við útgerð föður míns, Helga Benediktssonar, í hart nær 20 ár. A þessum árum kynntist ég Ingólfi mjög vel, svo og bræðrum hans, Sveini og Óskari, og tókst með okkur öllum ævilöng vinátta. Það hafði lengi blundað í Ingólfi að hefja eigin útgerð. 1 október 1959 kaupir hann ásamt Sveini bróður sínum Metu VE 236, sem var 36 brl. Skírðu þeir hana Haförn VE 23. Haförn gerðu þeir út til ársins 1984, en það var síðasta vertíðin þeirra. lngólfur var þá orðinn 67 ára og hafði róið í rúm-lega 50 vetrarvertíðir. Þótt þeir bræður væru hraust-menni reynir hálfrar aldar sjósókn á og heilsa þeirra var tekin að bila. Hjá lngólfi voru það sérstaklega fæturnir, sem gáfu sig eftir stöðurnar við stjórnvölinn. Útgerð þeirra bræðra var ein af þessum fyrirmyndar útgerðum í Eyjum, snyrti-mennska og reglusemi í hávegum höfð. Ég sá alla tíð um bókhald og uppgjör fyrir þá og það var til fyrirmyndar, hvernig lngólfur, skilaði öllum gögnum til mín, óþarfi að hringja í hann til að fá frekari upplýsingar. Sérstaklega er mér í minni, að alltaf greiddi lngólfur reikninga strax og komið var


með þá, aldrei sendi hann mann til baka og sagði honum að koma seinna. Aflasæld, útsjónarsemi og regla á öllum hlutum birtist m.a. í því, að útgerðin var ávallt rekin með hagnaði. En þó að lngólfur hætti sjómennsku átti það ekki við hann að setjast í helgan stein. Hann gerðist hafnarvörður haustið 1984 og gengdi því starfi meðan stætt var eða til ársins 1989, þegar fæturnir gáfu sig alveg.