Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1984/ Sjómannadagur og sjómannadagsráð - Annáll

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 20. janúar 2017 kl. 13:33 eftir Karibjarna2 (spjall | framlög) Útgáfa frá 20. janúar 2017 kl. 13:33 eftir Karibjarna2 (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit


Kristinn Sigurðsson


Sjómannadagurinn og sjómannadagsráð


Annáll



Sjómannadagurinn er fyrst haldinn 1940.
Fyrsti fundur í sjómannadagsráði Vestmannaeyja var haldinn 15.maí 1944. Næst er haldinn fundur 25. maí 1944 og er á þeim fundi tilbúin dagskrá sjómannadagsins 4. júní 1944:

Kl. 10 f.h. við Samkomuhús Vestmannaeyja.
Lúðrasveitin leikur (undir stjórn Oddgeirs Kristjánssonar).
Hátíðin sett. Páll Þorbjörnsson.
Karlakór Vestmannaeyja (stjórnandi Helgi Þorláksson).
Skrúðganga í Landakirkju Guðþjónusta.
Kl. 2 e.h. Kappróður í Friðarhöfn.
Stakkasund.
Reiptog.
Knattspyrna o.fl. á íþróttavellinum.
Kl. 5 e.h. Kvikmyndasýning í báðum húsum.
Kl. 8.30. Barnakórinn Smávinir syngur
(stjórnandi Helgi Þorláksson).
Ræðuhald.
Afhending verðlauna.
Lúðrasveitin leikur (stjórnandi Oddgeir Kristjánsson).
Dans.

Fyrsta sjómannadagsráð skipuðu þessir menn: Ársæll Sveinsson, Fögrubrekku. Óskar Gíslason, Heimagötu. Guðmundur Vigfússon, Helgafellsbraut. Sighvatur Bjarnason, Ási. Guðmundur Kristjánsson, Lágafelli. Alfreð Þorgrímsson, Sólheimum. Guðleifur Ólafsson, Laufási. Kjartan Jónsson, Faxastíg 8. Kjartan Bjarnason, Djúpadal. Sigurður Stefánsson, Löndum. Vigfús Guðmundsson, Vallartúni. Guðmundur Helgason, Hjalteyri.

Árið 1945 var stjórn sjómannadagsráðs skipuð þessum mönnum:
Formaður Árni Þórarinsson. Gjaldkeri Vigfús Guðmundsson. Ritari Friðþór Guðlaugsson.
Á þessu ári var samþykkt að smíða tvo kappróðrarbáta og nefnd kosin til að sjá um framkvæmdir: Sighvatur Bjarnason, Sigurður Stefánsson og Guðleifur Ólafsson. Á fundi þessum var einnig rætt um væntanlegt minnismerki hrapaðra og drukknaðra sem var hugsað sem kapella. Kosin var nefnd í málið: Hannes Hannesson, Gísli Sveinsson og Alfreð Þorgrímsson.
4. febrúar 1945 var fundur haldinn og rætt frekar um minnismerkið og einnig rætt um smíði kappróðrarbáta sem ekki yrði hægt að smíða fyrir næsta sjómannadag.

Ég mun í þessu spjalli aðeins draga fram það sem mér þykir markvert í starfi sjómannadagsráðs og birta dagskrár með nokkru millibili til að menn átti sig frekar á þróun mála.
19. nóvember 1945 var enn rætt um smíði kappróðrarbáta og upplýsti Sighvatur Bjarnason að efnið í þá væri komið um borð í m/s Helga. Þá bauð Sighvatur að smíða mætti bátana á lofti í fiskhúsi hans gegn 500 kr. leigu, þar í falið rafmagn. Einnig var rætt um byggingu skýlis fyrir bátana og aðrar eignir sjómannadagsráðs.
Á fundi, sem haldinn var 20. janúar 1946, skýrði Sighvatur Bjarnason frá því að falt væri hús Reimars Hjartarsonar (sem er inni í Botni) fyrir 3000 kr. Var samþykkt að kaupa húsið. Í stjórn voru kosnir þessir menn: Formaður: Þorsteinn Jónsson. Gjaldkeri: Vigfús Guðmundsson. Ritari: Sigurður Kristinsson.
Á fundi, sem haldinn var 24. febrúar 1946, skýrði formaður frá því að búið væri að kaupa hús Reimars Hjartarsonar og hefði kaupverðið verið 2.800 kr., sem búið væri að greiða og húsið þinglesin eign sjómannadagsins. Þá var samþykkt að tryggja bátana fyrir 20.000 kr. Einnig var rætt um málningu á bátunum.
Á fundi 3. nóvember 1946 mælir Páll Þorbjörnsson fyrir væntanlegri blaðaútgáfu sjómannadagsins og voru kosnir í framkvæmdanefnd: Páll Þorbjörnsson, Þorsteinn Jónsson og Sigurður Stefánsson. Þá var Hannesi Hannessyni falið að útvega auglýsingar í blaðið. Árið 1946 voru átta fundir haldnir.
Aðalfundur fyrir árið 1946 var haldinn 13. apríl 1947. Á honum var rætt um blaðaútgáfu. Til að fjármagna það fyrirtæki þyrfti að safna auglýsingum frá Reykjavík og Vestmannaeyjum. Í stjórn voru kosnir: formaður: Jónas Sigurðsson, gjaldkeri: Guðmundur Helgason og ritari: Sigurður Kristinsson.
Miðvikudaginn 2. júní 1948 var aðalfundur haldinn fyrir árið 1947 og var á þeim fundi kosið í stjórn, formaður: Sighvatur Bjarnason, gjaldkeri: Gísli Sveinsson og ritari: Sigurður Kristinsson. Á sjómannadaginn 1948 keppir kvennalið í fyrsta skipti í kappróðri.
Á fundi, sem haldinn var 5. maí 1950, var samþykkt að bera kostnað af ljósaútbúnaði minnismerkisins.
Á aðalfundi 1950 var stjórn sjómannadagsráðs kosin: formaður Júlíus Sigurðsson, gjaldkeri Gísli Sveinsson og ritari Bjarni Kristjánsson.

1951


1. maí 1951. Aðalfundur. Stjórn kosin: formaður Júlíus Sigurðsson, gjaldkeri Guðmundur Helgason, ritari Björn Kristjánsson, Símon Bárðarson.
21. maí 1951 var samþykkt að sækja um lóð í svonefndri Skansfjöru undir hús fyrir kappróðrarbátana. 25. maí 1951 er fyrsta heimildin um blaðaútgáfu á vegum sjómannadagsráðs og er þá rætt um blaðið Sjómanninn sem var fyrirrennari Sjómannadagsblaðs Vestmannaeyja.
Samþykkt að gefa í minnismerki drukknaðra og hrapaðra manna kr. 5.000 og að auki skuldabréf vegna togarakaupa Vestmannaeyjabæjar 1946 að upphæð 5.000 auk vaxta sem féllu í gjalddaga 1949. Á sama fundi var ákveðið að gefa 6.000 krónur til Elliheimilis Vestmannaeyja og af þeim peningum verði greiddir munir sem keyptir hafa verið, klukka og loftvog, og þeir settir upp í herbergi í norðurenda hússins á annarri hæð sem tileinkað hefur verið sjómönnum. Þá var á sama fundi kosin fimm manna nefnd til að undirbúa byggingu bátaskýlis á Skansinum og einnig átti sama nefnd að vinna að því að selja bátaskýli sjómannadagsins.

1952


Formaður Helgi Bergvinsson, gjaldkeri Sigurður Ólafsson, ritari Hafsteinn Stefánsson.
Júlíus Sigurðsson flutti tillögu um að Slysavarnafélagið Eykyndill fengi að selja kaffi á sjómannadaginn. 8. júní 1952 er minnismerki drukknaðra og hrapaðra manna vígt og blómsveigur lagður að fótstalli. Þá var keppt um skjöld sem Eykyndilskonur gáfu til verðlauna í stakkasundi og var þetta í annað skiptið sem keppt var um hann og var Ingvar Gunnlaugsson sigurvegari í bæði skiptin.
22. september 1952 er bátaskýlið að fullu reist og afhenti byggingarnefndin það formanni sem tók við lyklunum. Rætt var um að innrétta fundarsal á lofti bátaskýlis. Engar ákvarðanir teknar.

1953


Róðrarkeppni fer í fyrsta skipti fram á laugardegi.

1954


Formaður Jóhann Pálsson, ritari Sigurfinnur Einarsson, gjaldkeri Þorsteinn Þorsteinsson.
Samþykkt var að veita Vestmannaeyjafélaginu Heimakletti 5.000 kr. til myndatöku og orgelsjóð elliheimilisins 2.500 kr.
Einnig var samþykkt að verða með í kaupum á magnarakerfi og greiða til þess kr. 2.500

Dagskrá sjómannadagsins 1954


Laugardagur.
Friðarhöfn kl. 4. Byrjað með stakkasundi, tveir þátttakendur. Kappróður. Sex skipshafnir.
Þá sýndu nokkrir menn meðferð og æfingu á gúmmíbjörgunarbát.
Sunnudagur.
Hátíðin sett kl. 13. Ársæll Sveinsson. Aldraðir sjómenn heiðraðir. Lúðrasveit Vestmannaeyja lék. Skrúðganga að minnismerki.
Ræða: Steingrímur Benediktsson formaður Slysavarnafélagsins Eykyndils. Sigríður í Höfn lagði blómsveig á fótstall minnismerkisins. Guðþjónusta.
Kl. 15.30 á Stakkagerðistúni:

1. Ræða: Karl Guðjónsson.
2. Handbolti karla. Austurbær og Vesturbær
3. Reiptog karla og kvenna.
4. Boðhlaup Austur- og Vesturbær.

Kl. 18. Kvikmynd í Samkomuhúsinu.
Kl. 20. Kvöldskemmtun:

1. Sett Stefán Árnason.
2. Gestur Þorgrímsson skemmtir með söng og fleiru.
3. Vigfús Ólafsson með léttmeti.
4. Gunnar Sigurmundsson las ferðasögu.
5. Stúlkur sungu með gítarundirleik.
6. 20 ára gömul kvikmynd af atvinnulífinu í Eyjum.
7. Páll Þorbjörnsson afhenti Benoní Friðrikssyni aflakóngi Vestmannaeyja 1954 farandgrip (Víkingaskip) gefið af afkomendum Hannesar lóðs frá Miðhúsum. Skal gripur þessi afhendast á hverjum sjómannadegi aflahæsta farmanni í Vestmannaeyjum.
8. Sigurður Finnsson afhenti verðlaun dagsins.

Kl.10.30 var dansað í tveimur húsum. Veður var mjög gott allan daginn og fór hátíðarhaldið vel fram.
Hér er dagskrá þessi tekin upp til að sýna þróunina þau 10 ár sem sjómannadagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur í Vestmannaeyjum.

1955


Formaður Sigurgeir Ólafsson, gjaldkeri Ármann Böðvarsson, ritari Sigurfinnur Einarsson.
Kristinn Sigurðsson kemur fyrst við sögu sjómannadagsins og er kosin í blaðnefnd.

1956


Formaður Sigurgeir Ólafsson, gjaldkeri Sigurður Ögmundsson, ritari Grétar Skaftason. Þá var ákveðið að prenta blaðið { Reykjavík.

1957


Formaður, Sigurgeir Ólafsson, gjaldkeri, Sveinn Valdimarsson, ritari, Ármann Höskuldsson. Þá var vegalengd í róðri stytt úr 400 í 300 metra og hefur það haldist síðan.

1958


Formaður, Karl Guðmundsson, gjaldkeri, Sveinn Valdimarsson, ritari, Ármann Höskuldsson.

1959


Formaður, Júlíus Ingibergsson, gjaldkeri Sveinn Tómasson, ritari, Þórður Stefánsson.
Páll Scheving bar fram þá tillögu að fenginn yrði fastur maður sem aðalgjaldkeri og greiddi laun fyrir. Júlíus Ingibergsson og Sigurður Ólafsson báru fram viðbótartillögu við tillögu Páls um að sami maður hefði umsjá með áhöldum og eigum félagsins og tæki laun fyrir. Stjórn var veitt heimild til að ráða mann til starfsins. Var Kristinn Sigurðsson ráðinn í starfið og gegnir því ennþá.

1960


Formaður, Bjarni Sighvatsson, féhirðir, Kristinn Sigurðsson, gjaldkeri, Agnar Angantýsson,ritari, Bjarni Ólafsson.
Júlíus Ingibergsson gerði uppástungu til fundarins að Kristinn Sigurðsson fengi 6.000.00 kr í þóknun fyrir féhirðisstarfið og umsjón með áhöldum og eigum sjómannadagsráðs. Samþykkt samhljóða.
Fundur var haldinn í sjómannadagsráði Vestmannaeyja 5. júlí 1960. Auk sjómannadagsráðs voru mættir menn úr stjórnum og trúnaðarráðum félaganna Verðandi, Vélstjórafélagi Vestmannaeyja og Jötni. Fundarefni var ósk Happdrættis Dvalarheimilis aldraðra sjómanna um að happdrættið styrkti dvalarheimilisbyggingu í Vestmannaeyjum. Kristinn Sigurðsson hafði framsögu í málinu. Síðan hófust almennar umræður um málið. Fundurinn samþykkti að kjósa þrjá menn til þess að athuga um að tekjur af happdrætti DAS, ef happdrættisleyfi yrði framlengt, gengi til byggingar dvalarheimilis í Vestmannaeyjum enda gengju þá einnig tekjur og eignir sjómannadagsins í Vestmannaeyjum til þeirrar byggingar. Samþykkt einróma.
Kosin var þriggja manna nefnd í málið, einn frá hverju félagi. Einróma kosningu hlutu: Fyrir Verðandi, Kristinn Sigurðsson, fyrir vélstjóra, Páll Seheving, fyrir Jötunn, Sigurfinnur Einarsson.
Rætt var um heppilega lóð fyrir væntanlegt heimili. Rætt var um lóð á Skansi og við Strembu. Engin ákvörðun tekin.
11. október 1960 var fundur haldinn að Hótel H.B. Tilefni var bréf frá Happdrætti DAS. Efni bréfsins var að Happdrættið styrkti fyrirhugaða byggingu dvalarheimilis aldraðra sjómanna í Vestmannaeyjum. Nefndinni, sem var kosin á síðasta fundi, var falin framkvæmd málsins.

1961


Á aðalfundi þetta ár var enn rætt um dvalarheimilismálið og sömu mönnum falin áframhaldandi framkvæmd.
Stjórn sjómannadagsráðs: Formaður: Grétar Skaftason, féhirðir: Kristinn Sigurðsson, gjaldkeri: Guðni Grímsson, ritari, Jóhann Hannesson.
Til gamans má geta þess að þetta ár heldur Einar J. Gíslason ræðu við minnismerkið og hefur ætíð gert síðan, meira að segja gosárið 1973.

1962


Formaður, Ragnar Eyjólfsson, féhirðir, Kristinn Sigurðsson, gjaldkeri, Hjörleifur Hallgrímsson, ritari, Jóhann Fr. Hannesson.

1963


Formaður, Sigurður Elíasson, féhirðir: Kristinn Sigurðsson, gjaldkeri, Hjörleifur Hallgrímsson, ritari: Jóhann Fr. Hannesson.
Því miður er ekkert skráð um árið 1964 og því ekki vitað um stjórn, en formaður var Ágúst Bergsson.

1965


Formaður, Jónatan Aðalsteinsson, féhirðir, Kristinn Sigurðsson, gjaldkeri, Ágúst Hreggviðsson, ritari, Brynjar Fransson.

1966


Formaður Hörður Jónsson, féhirðir Kristinn Sigurðsson, gjaldkeri Steingrímur Sigurðsson, ritari Brynjar Fransson.
Ármann Eyjólfsson tók að sér að sjá um útgáfu Sjómannadagsblaðsins.
Þetta ár er fyrst sýnd björgun með þyrluvængju.

1967


Formaður Hjörtur Hermannsson, féhirðir Kristinn Sigurðsson, gjaldkeri Steingrímur Sigurðsson, ritari, Brynjar Fransson.

1968


Formaður Steingrímur Sigurðsson,

féhirðir Kristinn Sigurðsson, gjaldkeri Sveinn Sigurðsson, ritari Brynjar Fransson.
Fundur var haldinn 9. júní 1968. Tilefni hans var bréf frá bæjarstjórn Vestmannaeyja þar sem bæjarsjóður fer fram á að fá keypt bátaskýli sjómannadagsráðs. Kosnir voru tveir menn til að ræða við bæjarstjórn, þeir Helgi Bergvinsson og Einar Guðmundsson.

1969


Formaður, Erling Pétursson, féhirðir Kristinn Sigurðsson, gjaldkeri Hreinn Pálsson, ritari, Garðar Sigurðsson.

1970-1971


Formaður Þórður Rafn Sigurðsson, féhirðir Kristinn Sigurðsson, gjaldkeri Sigmar Sveinbjörnsson,ritari Garðar Sigurðsson

1972'


Formaður Jóhannes Kristinsson, féhirðir Kristinn Sigurðsson, gjaldkeri Sigmar Þ. Sveinbjörnsson, ritari Logi S. Jónsson.
Þetta ár voru margir fundir og mikið rætt um byggingu dvalarheimilisins aldraðra og stefnt að því að það yrði í tengslum við nýja sjúkrahúsið, svo nefnd norður-álma. Fyrir lá loforð frá Pétri Sigurðssyni um að framlag til byggingarinnar fengist frá happdrætti Dvalarheimilis aldraðra þar sem 40% af tekjum þess ætti að fara út á land samkvæmt leyfi fyrir happdrættið. En hér fór sem oft áður að gefin voru fögur loforð á meðan að verið var að fá endurnýjun á leyfi fyrir happdrættið, en þegar leyfið var fengið gufuðu loforðin upp, og svo mikið er víst að aldrei hefur króna komið til Vestmannaeyja frá því. Kosin var húsbyggingarnefnd. Hana skipuðu: Jóhannes Kristinsson, Sigmar Þ. Sveinbjörnsson og Högni Magnússon. Fráleitt er að saka þá á nokkurn hátt um að þeir hafi ekki unnið mikið og vel í þessu máli þótt árangur hafi ekki orðið meiri.

1973

Þetta var erfitt ár fyrir sjómannadagsráð eins og aðra Vestmannaeyinga. Þá hélt Einar J. Gíslason ræðu og minntist látinna. Tvær stúlkur úr Reykjavík sungu og lagður var blómsveigur að fótstalli minnisvarðans, það gerðu Jóhannes Kristinsson og Kristinn Sigurðsson. Flestir þeir sem staddir voru í Eyjum, mættu við þessa athöfn. Þá var flogið til Reykjavíkur og þar haldið hóf um kvöldið að Hótel Borg og þótti það takast vel. Sama stjórn og áður sá um daginn.

1974

Áfram sat sama stjórn og átti nú að halda daginn hátíðlegan á hefðbundinn hátt í Vestmannaeyjum 8. og 9. júní 1974. Föstudaginn 7. júní kl. 9 steig Ólafur V. Noregskonungur á land í Vestmannaeyjum og kom það í hlut sjómannadagsráðs að sjá um skreytingu við höfnina með íslenskum og norskum fánum.
Allur floti Vestmannaeyja sigldi á móts við konungsskipið undir stjórn Guðjóns Ármanns Eyjólfssonar. Þótti þessi sigling til mikillar fyrirmyndar og einnig er konungsskipin voru kvödd um hádegisbilið.
Eftirfarandi skeyti fóru á milli (þýdd á íslensku):
Konungsskipið Norge. Til hans hátignar Olafs V. Noregskonungs.
Sjómenn á fiskiskipaflota Vestmannaeyja senda hans hátign Ólafi V. Noregskonungi hjartanlegar kveðjur með ósk um góða ferð. Við þökkum alla þá hjálp sem yðar hátign og norska þjóðin hefur veitt okkur. Við kveðjum með því að segja Noregi allt (einkunnarorð konunga).

Sjómenn í Vestmannaeyjum.

Frá konungsskipinu Norge: Til sjómanna í Vestmannaeyjum.
Ég þakka sjómönnum í Vestmannaeyjum fyrir vinsamlegar kveðjur og fyrir fylgdina við komu mína og brottför. Ég óska yður öllum alls hins besta í framtíðinni.

Ólafur konungur.

Var þetta góð byrjun á sjómannadagshátíðarhöldunum sem fóru síðan fram á hefðbundinn hátt. Þá var ákveðið með gjafabréfi við vígslu hins nýja Elliheimilis, Hraunbúða, 22. september 1974 að gefa 700 þús. kr. sem skyldu ganga í að fullgera lóð heimilisins.

1975


Loks var kosin ný stjórn og skipuðu hana: Formaður Andrés Þórarinsson, gjaldkeri Pétur Sveinsson, ritari Hreinn Gunnarsson, féhirðir Kristinn Sigurðsson.
Á fundi þetta ár var kosin nefnd sem skyldi heita húsnæðismálanefnd og voru kosnir í hana þeir Jóhannes Kristinsson og Sigurður Gunnarsson.
17. október 1975 kynnti Jóhannes Kristinsson þá hugmynd að láta steypa kappróðrabáta úr plasti. Var hann með tilboð frá trefjaplasti h.f. á Blöndósi og skyldi mótið kosta ca. kr. 600 þúsund og hver bátur kr. 400 þúsund. Var ákveðið að fara út í þessi kaup og var Jóhannesi falin framkvæmd málsins og að gera samninga þar um í samráði við stjórn.
19. mars 1976 var enn rætt um kappróðrarbáta sem þegar var byrjað á og rætt um fjármögnun og var ákveðið að 400 þúsund úr hússjóði og 600 þúsund úr sjóðum sjómannadagsráðs skyldu ganga í þetta.

1977


Á aðalfundi kom fram að búið væri að greiða vegna bátakaupanna kr. 2.404.080 kr., sem skiptast þannig að greitt til Trefjaplasts var 1.650.000 kr. og annað greitt til ýmissa aðila í Vestmannaeyjum. Er í þessu fótstig og árar sem eiga að fara í báta út á landi.Þegar eru seldir 10 bátar sem eiga að fara á fimm staði og samkvæmt samningi eigum við að fá 200.000 kr. af bát og skaffa fótstig og árar. Heildarkostnaður við báta og mótið eru kr. 2.910.000,00.
Stjórnina skipa: Formaður Kristján Óskarsson, gjaldkeri Ólafur Guðmundsson,féhirðir Kristinn Sigurðsson, ritari Sigurgeir Jónsson.

1978

Stjórn: Formaður: Ágúst Óskarsson.

1976 Aðalfundur var haldinn 1. maí. í stjórn næsta starfsár voru valdir: Formaður: Jóhannes Kristinsson. Gjaldkeri Pétur Sveinsson. Féhirðir: Kristinn Sigurðsson. Ritari: Sigurgeir Jónsson. Talið er að nýju kappróðrarbátarnir verði til fyrir næsta sjómannadag og kosti 2,5 mill-jónir bátarnir þrír og mótið. A fundi 29. maí kom fram að sjómanna-dagurinn skyldi haldinn 13. júní samkvæmt ákvörðun þeirra í Reykjavík. Kappróðrar-bátarnir eru komnir. Steingrímur Arnar var ritstjóri Sjómannadagsblaðsins. 8. janúar 1977 kemur fram á fundi að búið sé að stofna húsfélagið Bása og gera kaupsamning við eigendur Halkíonshúss og er kaupverðið 12 milljónir króna. Þeir sem stofnuðu húsfélagið Bása voru: Björgunarfélag Vestmannaeyja 25%. Sjómannadagsráð 25%. Skipstjórafélagið Verðandi 20%. Vélstjórafélag Vestmannaeyja 20%. Slysavarnadeildin Eykyndill 10%.

Gjaldkeri: Ólafur Guðmundsson. Féhirðir: Kristinn Sigurðsson. Ritari: Pétur Steingrímsson. 7. desember 1978 kom Jóhannes Kristins-son fram með þá hugmynd að endurprenta fáein eintök af fyrstu Sjómannadagsblöðun-um og binda síðan öll blöðin inn í bækur. Var honum veitt heimild til að sjá um prentun og bókband en síðan yrði teknar ákvarðanir um dreifingu. Þá kom Kristinn Sigurðsson fram með tillögu um að sjómannadagsráð gæfi til minnisvarðans um björgunarskipið Þór. Sam þykkt var að gefa kr. 50.000,00. 1979 Stjórn: Formaður: Björgvin Ármannsson. Gjaldkeri: Ólafur Guðmundsson. Féhirðir: Kristinn Sigurðsson. Ritari: Sigurður G. Þórarinsson. Sjómannadagurinn var 9. og 10. júní og hófst með því að afhjúpað var Minnismerki Pórs og var það Sigríður Björnsdóttir sem það gerði. Að öðru leyti fóru hátíðarhöldin fram á hefðbundinn hátt. 1980 Aðalfundur í Sjómannadagsráði 1. maí. í stjórn voru kosnir eftirtaldir menn: Formaður: Ólafur Guðjónsson. Gjaldkeri Ólafur Guðmundsson. Féhirðir: Kristinn Sigurðsson. Ritar: Sigurður Þórarinsson. 1981 Um sjómannadaginn 1981 er lítið skráð. Líklega er stjórnin þannig skipuð: Formaður: LýðurÆgisson. Gjaldkeri: Gústaf Guðmundsson. Féhirðir: Kristinn Sigurðsson. Ritari: Sigurður Þórarinsson.


Talið frá vinstri: Stebbi á Sléttabóli, Guðmundur í Heiðardal, Guðjón á Lógbergi og Guðmundur á Háeyri.

Sjómannadagsráð Vestmannaeyja 1972-1974. Talið frá vinstri, aftasta röð: Grímur Magnús-son, Logi Snœdal Jónsson, Pétur Valdimarsson, Högni Magnússon. Miðröð frá vinstri: Andrés Þórarinsson, Matthías Guðjónsson, Sigþór Magnússon, Pétur Sveinsson, Þórhallur Þórarinsson, Olafur Már Sigurmundsson. Fremsta röð f.v.: Snorri V. Olafsson, Þór Vil-hjálmsson, Kristinn Sigurðsson, Ingi Steinn Olafsson, Jóhannes Kristinsson, Sigmar Þór Sveinbjömsson, Hallgrímur Garðarsson.

Sjómannadagsráð Vestmannaeyja 1983. Talið frá vinstri: Hrafn Oddsson, Benóný Færseth, Sigmundur Cesarsson, Ástþór Jónsson, Jens Oddsteinn Pálsson, Guðmundur Sveinbjörnsson, Kristinn Sigurðsson, Stein Ingólf Hinriksson (Brói), Indriði Rósenbergsson, Kristján Guð-mundsson, Sveinn A. Valgeirsson og Kjartan Jónsson.

1982 í stjórn voru þessir menn kosnir: Formaður: Haraldur Benediktsson. Gjaldkeri: Gústaf Guðmundsson. Féhirðir: Kristinn Sigurðsson. Ritari: Sigurður Þórarinsson. Þar sem Halli á Klakk kemur til með að vera að mestu leyti úti á sjó fram að sjó-mannadegi samþykkti Lýður Ægisson fráfar-andi formaður að vera eins konar fram-kvæmdastjóri ráðsins í fjarveru hans. Fram kom að Sjómannadagsblaðið er vel á veg komið og ritstýra þeir blaðinu Sigmar Þór Sveinbjörnsson og Sigurgeir Ólafsson. Áttu þessi nöfn að tryggja gott og skemmti-legt blað. 1983 Um árið 1983 er ekkert skráð í fundar-gerðarbók og verður því að styðjast við minnið. Formaður: Guðmundur Sveinbjörnsson, Gjaldkeri: Gústaf Guðmundsson. Féhirðir: Kristinn Sigurðsson. Ár þetta gekk vel fjárhagslega. Gefið var til sólskála við Elliheimilið kr. 20.000. Einn¬ig var lagt á vaxtaaukareikning 100.000 kr. sem kemur sér vel þar sem nvbúið er að undirskrifa samning um að fullklára húsið Bása. Var sá samningur rúmlega hálf önnur milljón og er hlutur sjómannadagsráðs 25%. Þegar er búið að greiða kr. 128.000 og afganginn á að fá að láni hjá Útvegsbanka Islands í Vestmannaeyjum. Sjómannadagsblaðinu ritstýra Sigmar Þór Sveinbjörnsson og Ágúst Bergsson og lofar það góðu blaði. Að endingu þetta. Hér hefur verið stiklað á nokkrum punktum í störfum sjómanna-dagsráðs, en engin tæmandi saga þess skráð. Eins og menn, sem lesið hafa þessa punkta, sjá þá, hafa margir merkir menn byggðarlag-sins lagt hönd á plóginn til að koma mörgum merkum málum í höfn í þau 40 ár sem sjómannadagsráð hefur starfað. Eiga þeir þakkir skildar fyrir störf sín. Þau hafa ekki ætíð verið þökkuð sem skyldi því að þessir menn hafa lagt fram mikla vinnu byggðarlag-inu til velfarnaðar. Með kveðju Kristinn Sigurðsson.