Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1984/ Þættir úr lífi langafa

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 16. janúar 2017 kl. 14:09 eftir Karibjarna2 (spjall | framlög) Útgáfa frá 16. janúar 2017 kl. 14:09 eftir Karibjarna2 (spjall | framlög) (Ný síða: <big><center>'''Guðrún Kristmannsdóttir'''</center></big><br> <big><big><big><center>'''Þættir úr lífí langafa'''</center></big></big></big> '''Ritgerð í Framhaldsskólanum...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Guðrún Kristmannsdóttir


Þættir úr lífí langafa

Ritgerð í Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum á vorönn 1984.

Í þessari ritgerð minni ætla ég að rekja í stórum drártum ævi langafa míns, hans Guðjóns Péturs Valdasonar. Þessa samantekt byggi ég að mestu leyti á frásögn hans sjálfs sem ég hljóðritaði í janúar s.l.
Fyrst skal getið Elínar Pétursdóttur frá Vatnagarðshólum í Mýrdal og Valda Jónssonar frá {{Steinar Austur Eyjafjöllum|Steinum, Austur- Eyjafjöllum]]. Sonur þeirra er Guðjón Pétur Valdason, fæddur 4. oktober 1893 að Steinum undir Austur-Eyjafjöllum. Ekki kom til neins framtíðarsambands með þeim Elínu og Valda og fylgdi Guðjón móður sinni. Guðjón var elstur tólf hálfsystkina, sem getin eru af sama föður, en mæður þessara tólf barna eru fjórar.

Stutt Æviágrip Árið 1907 fluttist Guðjón ásamt móður sinni og fósturföður, Bergi Jónssyni, til Vestmannaeyja, þá aðeins þrettán ára gam-all. Hann hafði stundað nám í Hlíð og Skarðshlíð undir Eyjafjöllum. Þegar hann flutti til Eyja var hann tilbúinn til fermingar og vildi séra Oddgeir Guðmundsson endilega ferma hann þá um haustið. En þegar til átti að taka kom upp úr kafinu að hann var eina barnið sem átti að ferma. Brast þá kjarkur hans því að hann þorði ekki að vera eina fermingarbarnið. Beið hann því til vors og var þá fermdur ásamt þeim Árna Finnboga-syni. Hallgrími Guðjónssyni. Jóhannesi Scheving, Hannesi Jónssyni, Jóhönnu Jónas-dóttur og Jónínu Sveinsdóttur. Langafi sagði mér að hann sæi eftir því enn þann dag í dag að hafa ekki látið ferma sig um haustið því að það hefði nú áreiðanlega verið gaman að vera eina fermingarbarnið. Tvítugur að aldri giftist hann Margréti Símonardóttur frá Akranesi sem þá var 22 ára. Þau hófu búskap sinn í austurenda Staf-holts. Margrét lést árið 1920 og lét þá eftirsig eiginmann og þrjú börn: Berg Elías 7 ára (afi minn), Ragnhildi Sigríði 5 ára og Klöru 4 ára. Bergur Elías (Elli Bergur) býr nú hér í Eyjum, Ragnhildur býr í Kaldrananesi í Mýrdal en Klara andaðist 16 ára að aldri. Sama ár og Margrét dó kom Guðbjörg Þorsteinsdóttir frá Rauðhálsi til Iangafa sem ráðskona. Til gamans skal þess getið að langafi og Guðbjörg eru systkinabörn. Eftir aðeins tveggja ára ráðskonustarf Guðbjargar hjá Iangafa gengu þau í hjónaband sem varir enn þann dag í dag. Ég mun því kalla Guð-björgu Iangömmu það sem eftir er frásagnar-innar því að það köllum við krakkarnir hana alltaf. Saman eignuðust þau fjögur börn. Elstur var Þorsteinn, sem andaðist aðeins þriggja mánaða, síðan Marteinn, hann er búsettur hér í Eyjum, þá Þorsteina Bergrós, en hún þjdðist af beinkröm og andaðist tveggja ára að aldri. Síðust í röðinni er Osk sem nú er bóndakona í Nikhól í Mýrdal. Árið 1921 byggði langafi húsið Dyrhóla

Hjónin Guðjón og Guðbjórg Þorsteinsdóttir

sem stendur við Hásteinsveg (15b) og fluttist hann inn í það sama ár ásamt langömmu, þrem börnum sínum, móður og fósturföður. Húsið er 38.5 ferm. á tveim hæðum. Full-byggt kostaði húsið 8000 krónur. Á þessum árum voru formannstekjur 3000 krónur á ári og þóttu þá ágætistekjur. Langafi sagði að það hefði sko verið hægt að Iifa vel af því. Hann sagði mér einnig að hann skildi ekki enn þá hvurslags bjánaskapur þetta hefði verið að byggja svona lítið tveggja hæða hús. „Bara að hreykja þessu sem mest upp í loftið", svo ég noti nú hans eigin orð. En eftir smáumræðu komust þau langamma og lang-afi að þeirri niðurstöðu að sennilega hafi þetta verið til að komast hjá umgangi því að venjulega bjuggu tvær fjölskyldur í hverju húsi og þá sín á hvorri hæðinni. I 63 ár hafa þau langamma og langafi nú búið á Dyrhólum og búa þar enn. Þau eru ánægð og sátt við lífið, hugsa um sig sjálf og þrátt fyrir háan aldur sinna þau sínum áhuga-málum. Auk heimilisstarfavinnurlangamma mikla handavinnu og eru til mörg falleg stykki eftir hana. Hún les bæði dönsku blöðin og ástarsögur. Langafi dyttar að húsinu og lóðinni og sólþurrkar saltfisk sem margir njóta góðs af. Hann labbar oft á bryggjurnar og fylgist vel með öllu sem gerist þar. Þau rækta sínar kartöflur og rófur og lifa að flestu leyti án nokkurar hjálpar. Nú eru hér í Eyjum fimm ættliðir sem komnir eru frá langafa og það er jafngaman fyrir alla að koma inn á hlýtt og gott heimili langömmu og langafa á Dyró. Happadrjúg störf á sjónum. Aðeins 13 ára gamall byrjaði langafi að stunda sjóróðra. Sumarið 1907 réri hann á Finnu sem var árabátur. Formaður var Jakob Fannberg. Um veturinn beitti hann hjá

Stefáni í Gerði sem þá átti Halkion í félagi með öðrum. Sumarið 1908 réri hann á íng-ólfi með þeim Guðjóni á Sandfelli, Bjarna í Hlaðbæ og Jóni á Gjábakka. Guðjón á Sand-felli var þá eigandi bátsins. 17 ára gamall byrjaði hann að róa á vetrarvertíð með Helga í Dalbæ á bátnum Austra. Næstu þrjár vertíðir réri hann á Magnúsi sem var í eigu Gunnars Ólafssonar. Þá var Stefán Finnbogason formaður en langafi var vélstjóri, því að nú hafði hann út á reynslu sína unnið sér inn vélstjóraréttindi. Síðan réri langafi á Fransinum í eitt ár og var þá einnig vélstjóri. Fransinn var þá í eigu Gunnars Ólafssonar og Árna í Garðsauka, en for-maður var Jón Ben. Síðasta árið sem langafi réri sem vélstjóri var hann á báti Björns Finnbogasonar, Neptúnusi, og þá aftur undir formannsstjórn Stefáns Finnbogasonar. Arið 1922 tók Iangafi hið svokallaða minna fiskimannapróf sem veitti honum skipstjóra- eða formannsréttindi eins og það kallaðist í þá daga. Fyrstu formannsvertíð sína reri langafi á Garðari sem var í eigu Árna Jónssonar frá Görðum. Vertíðirnar 1923 og 1924 var Iang-afi eigandi að bát sem hét Síðuhallur, með-eigendur hans voru þeir Ingimundur Bern-harðsson og Þórhallur Sæmundsson lögfræð-ingur, og auðvitað réri Iangafi þessar tvær vertíðir sem formaður. Næst í röðinni var Soffía, eigandi hennar var Kristján Gíslason, kenndur við Hól. Vertíðirnar 1929og 19301eigðu þeirlang-afi, Jón Benonísson og Sveinn Pálsson í Skálanesi bát frá Akureyri. Bátur þessi bar nafnið Akureyrar-Vonin og réri langafi á honum sem formaður, en Jón var þá formað-ur á öðrum báti og Sveinn vann við fiskað-gerð í landi. Þessar tvær vertíðir rótfiskuðu þeir (eins og Iangafi sagði). Fyrri vertíðina var afli Akureyrar-Vonarinnar 1112 tonn en seinni vertíðina 1215 tonn. Seinni vertíðina seldu þeir Jóni á Gjábakka fiskinn upp úr salti sem kallað var. En Jón seldi hann síðan vestur á firði til þurrkunar. Um sumarið varð


Jón síðan gjaldþrota og gat þess vegna ekki borgað þeim fyrir fiskinn og þar af leiðandi gátu þeir ekki borgað þá víxla sem þeir áttu ógreidda í bankanum. Pá guggnuðu þeir Jón og Sveinn á að taka Akureyrar-Vonina aftur á leigu. En nú gerðist langafi kaldur karl, hann tók einn bátinn á leigu. Seldi hann síðan fiskinn beint upp úr sjó og losaði sig þannig við víxlana í bankanum en átti þá ekkert eftir að því loknu, eða stóð á sléttu eins og sagt er í dag. Arið 1932 var langafi með Gottu sem þá var