Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1958/ Hundrað krónur: þýdd smásaga
„Og mundu nú að vökva blómin og kaupa mjólkina út á ávaxtagrautinn, sem ég bjó til — hann á að vera nógur alla vikuna. Ég bað um að þér yrði daglega sent brauð, en bíðum við, er það nokkuð fleira?“
Frú Blom ætlaði að hvíla sig vikutíma á matsöluhúsi í Kildekrog, og Blom bókhaldari átti að gefa honum ýmis heilræði, því að Blom var óvanur því að þurfa að sjá um sig sjálfur.
„Ég held, að ég sé farinn að muna þetta, elskan mín,“ svaraði hann góðlátlega. „En nú er það ég, sem má gefa þér heilræði — taktu bíl til járnbrautarstöðvarinnar og vertu stundvís þangað og hvíldu þig mjög vel þessa viku. Vertu sæl, Klara mín, en nú þarf ég að flýta mér á skrifstoluna.“
Blom bókhaldari tók peningabudduna sína upp úr vasanum og úr henni spánnýjan hundrað króna seðil, sem hann lagði á eldhúsborðið með þessum orðum:
„Ég veit, að þú ert búinn að fá þá peninga, sem þú nauðsynlega þarft, og að þú hefur ekki beðið um neitt meira, en þetta átt þú að nota í Kildekrog þér til skemmtunar. Neitaðu þér ekki um neitt. Þú þarft að hvíla þig.“
Síðan kyssti hinn umhyggjusami eiginmaður litlu konuna sína, sem var frá sér numin, tók hatt sinn og tösku og hvarf brosandi og veifandi út um dyrnar.
Frú Blom hafði farseðil á fyrsta farrými og var svo heppin að finna næstum því tóman klefa. Eldri kona, — kennslukona, gat frú Blom sér til — sat við gluggann, þegar hún kom inn, og fleiri komu ekki. Frú Blom kinkaði kolli vingjarnlega og settist á móti konunni. Síðan hélt lestin af stað.
„Nemur ekki staðar fyrr en í Ringsted,“ hrópaði lestarstjórinn.
Frú Blom hóf samræður við korruna. Það kom í ljós, að hún var kennslukona og ætlaði að búa um tíma hjá frænku sinni í Ringsted. Frú Blom skýrði henni frá ferðaáætlun sinni og gleymdi ekki að gorta af hinum elskulega eiginmanni sínum, sem hafði verið svo stórlátur að gefa henni 100 kr. að auki, þegar hann kvaddi hana.
,,En ég ætla að koma mínum á óvart með seðlinum, þegar ég kem heim. Ég er afar sparsöm og frábitin öllu óhófi. Ég gekk til stöðvarinnar, enda þótt maðurinn minn segði mér að taka bíl. Það getur verið gaman að hafa peninga, þegar heim kemur aftur.“
Gamla konan kinkaði kolli, brosti og sagði:
„Já, víst er það gaman,“ og frú Blom geðjaðist afar vel að konunni.
Frú Blom varð gengið fram í snyrtiherbergið. Hún lagfærði hár sitt og ætlaði að farða sig ofurlítið í framan, en þá sá hún, að hún hafði gieymt tösku sinni í klefanum og hún varð að fara aftur til að sækja hana. Um leið og hún kom inn í klefann kippti gamla konan hendi sinni frá tösku frú Blom.
„Taskan var að renna ofan úr sætinu,“ sagði hún hálf vandræðaleg og roðnaði við.
„Ég þakka yður fyrir,“ sagði frú Blom og gekk aftur til snyrtiherbergisins með töskuna. Þegar hún opnaði hana, saknaði hún hundrað króna seðilsins. Hún leitaði ákaft og tók allt upp úr töskunni, vasaklút, peningabuddu, púðurdós og lykla. Hún gægðist í budduna, þar voru aðeins tæpar fjörutíu krónur, afgangurinn af þeim peningum, sem henni höfðu verið ætlaðir fyrir dvölinni á matsöluhúsinu og kvittun fyrir því, sem hún var búin að borga. En enginn hundrað króna seðill kom í ljós. Frú Blom blöskraði. Var þessi viðfelldna kona í rauninni þjófur? Hún gekk sem í draumi aftur til klefans. Kennslukonan stóð þá snöggt upp og gekk út — ólíklega snöggt, fannst frú Blom. Í sætinu lá lítil, brún taska. Frú Blom gaut hornauga til rúðunnar á hurðinni, svo greip hún leiftursnöggt töskuna og opnaði hana. Eíst í hliðarhólfinu lá spánýr hundrað krónu seðill!
Ákveðin á svipinn þreif frú Blom hann, faldi hann í tösku sinni og var glöð yfir að hafa getað komið þessu í lag, án þess að koma með ásakanir og lenda í stælum. Þegar gamla konan fór úr lestinni í Ringsted, neyddi frú Blom sig meira að segja til að brosa vingjarnlega og kinka kolli til hennar. Kennslukonan sagði glettnislega:
„Ég óska yður góðrar ferðar. Gætið þess nú að eiga seðilinn óskiptan, þegar þér komið heim.“
„Gamla þjófótta kerlingarnorn,“ hugsaði frú Blom.
Eftir sólbjarta daga í Kildekrog, þar sem frú Blom hafði farið í gönguferðir, notið þess að fara í sjóinn og borðað góðan mat, en neitað sér um allt annað óhóf, steig hún giöð og sólbrennd út úr lestinni á járnbrautarstöð Kaupmannahafnar, þar sem maður hennar bauð hana velkomna.
„Já, og veiztu það, vinur minn, að ég hef ekki eytt einum eyri af hundrað króna seðlinum!“ kvakaði frúin.
„Já, þú hefðir líka átt nokkuð erfitt með að gera það, þar sem þú gleymdir honum heima á eldhúsborðinu!“ svaraði maður hennar.
(Endursagt af A. S.)