Árni Elfar

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 14. júní 2006 kl. 15:19 eftir Daniel (spjall | framlög) Útgáfa frá 14. júní 2006 kl. 15:19 eftir Daniel (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Árni Elfar, tónlistarmaður og teiknari, er mörgum Eyjamönnum að góðu kunnur. Hann hefur sótt djasshátíðina „Daga lita og tóna“ frá upphafi og teiknað mikið í ferðum sínum til Vestmannaeyja. Þá eru færri sem vita að Árni bjó í Eyjum á árunum 1951-53 og spilaði í danshljómsveit á hverju kvöldi í Alþýðuhúsinu og síðar meir í Samkomuhúsi Vestmananeyja.