Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1958/ Formannavísur frá 1821
Kjarnagrundar göltinn mund
gæfu bundin leiðir,
marga stund við bárublund
brjóstum undan freyðir.
Magnús biður: Legg mér lið,
lofðung, grið sem veitir,
þá ég iðinn fer með Frið
í fiskimiða-leitir.
Krókinn egnir, einatt fregn,
af hans vegnun dunar,
afla þegn með öruggt megn
öldur gegnum brunar.
Andar hvasst að kyljukast
kaðal basta síum,
hafs um rastir hentugast
hauki mastra nýjum.
Himnaræfurs herra, svæf
háskann sævar vega,
svo fólki hafi frama gæf
farsæld ævinlega.