Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1968/Frá Vestmannaeyjahöfn 1968

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 1. júlí 2016 kl. 13:42 eftir Mardis94 (spjall | framlög) Útgáfa frá 1. júlí 2016 kl. 13:42 eftir Mardis94 (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Frá Vestmannaeyjahöfn 1967


Ljósm.- Sigurgeir.
Innflutt um Vestmannaeyjahöfn 1968


Rafn Kristjánsson, skipstjóri.png

Rafn Kristjánsson skipstjóri á Gjafari VE 300 vinnur nú í fjórða skipti titilinn „Aflakóngur Vestmannaeyja“. Skilaði skip hans mesta aflaverðmæti Vestmannaeyjabáta undangengið ár.
Sem kunnugt er, dróst afli íslenzkra fiskiskipa og verðmæti aflans mjög saman á síðastliðnu ári. Þegar tekið er tillit til þess, að Gjafar tapaði alveg loðnuvertíðinni s.l. ár, er spil bátsins var endurnýjað og lagfært, þá er heildarafli bátsins prýðilegur.
Síldveiðarnar s.l. sumar voru óvenju erfiðar, þar eð skipin urðu að sækja síldina allt norður til Svalbarða, 800 sjóm. leið. Ekki skal fjölyrt frekar um hve slík aðstaða er erfið til veiða, enda fór allt að 80% af útivistartíma síldveiðiskipa s.l. ár í siglingar að og frá miðunum. Gátu aðeins tiltölulega fáir bátar komið veiði sinni í hvert skipti í síldarmóttökuskip, sem voru á miðunum.