Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1953/ Leiðbeiningar um consolnavigeringu

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 7. júní 2016 kl. 16:02 eftir Halla1 (spjall | framlög) Útgáfa frá 7. júní 2016 kl. 16:02 eftir Halla1 (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Kostir consolradíóvitanna eru þeir, að þá er hægt að nota án annnarra tækja, en nothæfs móttakara, helzt miðunarmóttakara, sem getur tekið á móti CW-merkjum. Consolradíóvitar eru nú í Stavanger í Noregi, og Bushmills á Írlandi og eru það vitarnit, sem þýðingu hafa fyrir vokkur hér á Íslandi eða á nálægum miðum, en auk þessara vita eru vitar í Lugo og Sevilla á Spáni, og Plonéis í Frakklandi.
Fyrrnefndur consolvitar senda á ómótuðum bylgjum (CW) og verður því að stilla móttækið á CW. Bezt er að nota miðunarmóttakara og snúa miðunarboganum inn í hámarksstöðu, en við það útilokast væntanlegar truflanir að nokkru.
Upplýsingar um consolvitana:
Bushmills:
Kallmerki: MWN.
Sendir stöðugt.
Bylgjulengd: 1128 m., 266 kc/s.
Staður: 55°12,3 N. 6°28,0 V.
Stefna loftnetslínu: 40°,2 - 220°,2.
Merkjatími: 30 sekúndur.
Heildarsenditími: 40 eða 60 sek.
Stavanger:
Kallmerki: LEC.
Sendir stöðugt.
Bylgjulengd: 940 m., 319 kc/s.
Staður: 58°37,5 N. 5°37,8 A.
Stefna loftnetslínu. 157°-337°.
Merkjatími: 60 sekúndur.
Heildarsenditími: 120 sek.

Hver consolstöð er radíosendistöð með loftnetskerfi, sem samanstendur af þrem lóðréttum loftnetum, sem komið er fyrir á beinni línu með innbyrðis fjarlægð, sem er 3 sinnum lengd hinnar notuðu sendibylgju. Útsendingin frá loftnetunum fer fram á ómótuðum bylgjum (continuous waves, CW) og eftir sérstöku lögmáli, þannig að í geirum, sem ganga út frá miðloftnetinu og liggja hver upp að öðrum, eru sendir út sitt á hvað 60 punktar og 60 strik á ákveðnum tíma, merkjatíma, sem hjá Bushmills er 30 sekúndur en hjá Stavanger 60 sekúndur.
Eins og sést af skýringarmyndinni skiptir loftnetslínan hringnum í tvo hluta, en þeir hreyfast áfram, annar með úrvísinum en hinn á móti, þannig að á einum merkjatíma flytzt hver geiri um einn geira áfram.
Með þessu móti ætti athugari, sem hlustar á Consolstöð að heyra 60 merki á einum merkjatíma stöðvarinnar. Sé hann staddur í punktageira mun hann fyrst heyra ákveðinn fjölda punkta eða þangað til skillínan milli geiranna fer fram hjá honum, en því næst ákveðinn fjölda strika unz merkjatímanum er lokið. Sé hann hins vegar í strikageira verður þetta mótsett. Fjöldi punktanna eða strikanna, er þannig heyrast, áður en skiptir um merki við skillínuna milli geiranna, verður þannig mælikvarði fyrir það, hvar í viðkomandi geira hann er staddur.

Skýringamynd