Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1966/ Útflutningur sjávarafurða um 600 milljónir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 29. mars 2016 kl. 12:29 eftir Kristinsigurlas (spjall | framlög) Útgáfa frá 29. mars 2016 kl. 12:29 eftir Kristinsigurlas (spjall | framlög) (Ný síða: <big><big><center>Útflutningur sjávarafurða um 600 milljónir</center></big></big><br> ''Í Eyjum eru framleidd nær 13% af útflutningsverðmæti þjóðarinnar.''<br> Samkvæmt...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Útflutningur sjávarafurða um 600 milljónir


Í Eyjum eru framleidd nær 13% af útflutningsverðmæti þjóðarinnar.

Samkvæmt bráðabirgðayfirliti frá Hafnarskrifstofunni voru á s.l. ári, 1965, fluttar út sjávarafurðir frá Eyjum sem hér segir:

Í tonnum:
Hraðfrystur fiskur (flök) 9.307
Hraðfryst síld 10.024
Hraðfryst hrogn 409
Hraðfryst refafóður 644
Saltfiskur 4.625
Söltuð þunnildi 31
Söltuð flök 796
Söltuð hrogn 145
Skreið 671
Fiskimjöl 4.644
Síldarmjöl 16.715
Loðnumjöl 343
Þorskalýsi 1.415
Síldarlýsi 7.400
Saltsíld 689
Ymislegt annað 14

Samtals eru þetta 58 þús. tonn, og er það mesti útflutningur, sem farið hefur frá Vestmannaeyjum á einu ári. Verðmæti þessa útflutnings er sem næst 600 milljónir króna, eða 13 prósent af heildarútflutningi landsmanna á s.l. ári. Athyglisvert er, hve síldin er orðin stór þáttur í atvinnulífinu. Síldarmjöl er t. d. tæp 17 þúsund tonn og fryst síld liðlega 10 þúsund tonn, eða nær helmingurinn af heildarútflutningnum að tonnatölu.
Skýrsla þessi er enn ein sönnun þess, hve Vestmannaeyjar eru þýðingarmikill hlekkur í þeirri keðju, er verðmætasköpun þjóðarinnar samanstendur af.

(Fylkir, 11. febrúar s.l.)