Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1966/ Um vélstjóramenntun

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 23. mars 2016 kl. 14:16 eftir Kristinsigurlas (spjall | framlög) Útgáfa frá 23. mars 2016 kl. 14:16 eftir Kristinsigurlas (spjall | framlög) (Ný síða: <big><big><center>Um vélstjóramenntun</center></big></big><br> Að afstöðnu mótornámskeiði hér í Vestmannaeyjum kemst ég varla hjá einskonar uppgjöri við mínar eigin s...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Um vélstjóramenntun


Að afstöðnu mótornámskeiði hér í Vestmannaeyjum kemst ég varla hjá einskonar uppgjöri við mínar eigin skoðanir og Iítilfjörlega reynslu í fræðslumálum fiskimanna, og þá sérstaklega vélstjóra. Einnig ber svo til, að ég hefi oftlega átt við kunningja mína orðræður um vandamál þau, sem að steðja í þeim efnum, og hvernig beri að bregðast við þeim, og fyrir þeirra áskoran og orðastað leyfi ég mér að opinbera þær skoðanir sem meðal okkar hefir borið á góma á síðustu mánuðum.
Það er kunnara en frá þurfi að segja, að fiskiflota okkar skortir nú faglærða menn, og sígur sífellt á ógæfuhlið í þeim efnum. Til að bæta úr þessum skorti hefir verið gripið til þeirra ráða sem hendi næst eru, og stöður fagmanna í meðferð skipa og véla sitja nú menn, sem of litla þekkingu hafa á þeim efnum.
Að „bókvit verði ekki látið í askana“ var viðkvæði forfeðra okkar jafnan, til að varðveita jarðahundruð sín og lausa aura. En nú á dögum þegar við afkomendurnir höfum gerzt lausheldnari, hefir þráfaldlega skotið upp kollinum sú skoðun, að ekkert sé þjóðinni jafn nauðsynlegt og vel menntaður maður að árangursríku starfi. Og að öllu óbreyttu liggur þetta til grundvallar því, sem ég vildi segja.
Að taka til vélstjóra eða stýrimanns mann sem enga starfsþekkingu hefir, dytti engum í hug. Og ég er þeirrar skoðunar, að þegar maður með tilskilda menntun á þessum sviðum fæst ekki, er alltaf gripið til þess ráðs, að meta hæfileika nærtækra manna, og ráða til starfsins þann sem Iíklegastur er til að þekkingu og fleiri góðum kostum. Þannig álít ég, í stuttu máli sagt, að meðal „undanþágumanna“ megi finna marga menn góðum hæfileikum búna, og talsverðri reynslu.
Að leggja dýru skipi vegrra skorts á 1—2 faglærðum mönnum er fjarlæg hugsun, enda vafasöm. Og gáfuðum manni er ekki ofætlun að læra helztu viðfangsefni starfsins, og vinna þau undir leiðsögn þeirra sem gerr þekkja. En samt verður að telja ískyggilega bliku á lofti.
Á síðari árum hefir stærð skipa og úthaldstími breytzt svo, að ólíkindum sætir; í októbermánuði þegar skólar og námskeið hefjast, er hvað mestrar veiði að vænta, og menn, sem annars hefðu fullan hug á námi, eiga ekki hægt með að segja upp skipsrúmi um það leyti árs; enda var t. d. meðalaldur nemenda á mótornámskeiði hér í vetur mjög lágur. Inntaka á það er bundin við 18 ára aldur, en nokkrir nemendur yngri fengu þó leyfi ráðuneytis til að sitja þar.
Hér stöndum við e. t. v. andspænis rót vandamálsins; og ein grein hennar er sú, að þessi námskeið eru haldin hér aðeins annaðhvert ár, og sá sem hyggst sækja þau, gerir ekki áætlun tvö ár fram í tímann varðandi stutt námskeið, þegar mikil laun eru í boði.
Stýrimannaskólinn hér er ung stofnun, sem þó hefir þegar sannað sinn tilverurétt. Og ég álít ekki að í ævintýri væri ráðizt, þótt svipuð stofnun væri hér til að kenna vélstjórum, og gæti vel orðið til þess að ekki sigi lengra á ógæfuhlið, og sú virðing sem ég ber til bæði einstakra manna hér og bæjarfélagsins í heild vegna Stýrimannaskólans, hefir orðið mér hvöt til að hripa niður þessi fátæklegu orð.
Ekki vil ég að svo stöddu hefja umræður um hvert skipulag Vélskóla hér yrði heppilegast; en ég bendi á, að sú aðstaða sem Mótornámskeið Fiskifélagsins hefir haft hér gæti orðið vísir að slíkri stofnun, þótt vissulega sé þar í mörgu ábótavant; en ekki dreg ég í efa að slíka stofnun hér mundi ekki skorta nemendur, jafnvel þótt um fjölmennan skóla yrði ekki að ræða.
Ég tek fram, að ég er ekki upphafsmaður þessarar hugmyndar um Vélskóla í Vestmannaeyjum, — en ég er vissulega stuðningsmaður hennar.

Vestmannaeyjum, 22. jan. 1966.