Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1966/ Frá síðustu tímum áraskipanna í Vestmannaeyjum

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 17. mars 2016 kl. 14:12 eftir Kristinsigurlas (spjall | framlög) Útgáfa frá 17. mars 2016 kl. 14:12 eftir Kristinsigurlas (spjall | framlög) (Ný síða: <big><big><center>Frá síðustu tímum áraskipanna í Vestmannaeyjum</center></big></big><br> Meðan Sjómannadagsblað Vestmannaeyja var í smíðum í þetta skipti, en að ...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Frá síðustu tímum áraskipanna í Vestmannaeyjum


Meðan Sjómannadagsblað Vestmannaeyja var í smíðum í þetta skipti, en að venju fæðist það með bráðasótt og í fljótheitum, rak þessa skemmtilegri grein á fjörur blaðsins. Grein þessi er sannkallaður fengur, og sendi ég hér með höfundi kærar þakkir fyrir. Vona ég að höfundur, sem mér væri mikil forvitni að vita hver er, Iáti oftar slík skemmtilegheit falla frá borði í þann mund sem Sjómannadagsblaðið ýtir úr vör, en „lengi tekur sjórinn við“, eins og máltækið segir.
Hafðu þökk fyrir, róðrarkarl, og ró þú sem oftast á sömu mið. — Ritstj.

Þeim fækkar nú óðum meðal okkar, sem stunduðu sjó á áraskipum á vetrarvertíð hér í Eyjum, enda nær sextíu ár síðan síðasta „stórskipinu“, sem svo voru kölluð, var róið héðan. Var það áttæringurinn Halkion árið 1908, hann var með íslenzka laginu. Formaður á honum þá var Hannes Jónsson, Miðhúsum.
Eftir þetta munu róðrar á áraskipum að vetrarlagi hafa Iagzt niður, nema hvað menn skruppu róður og róður á litlum bátum (vorbátum), ef sílfiskgöngur komu, og var þá að sjálfsögðu róið með handfæri.
Svo er það árið 1913 að Ólafur Ástgeirsson bátasmiður, sem nú er nýlega Iátinn, smíðar sér sexróinn árabát með færeysku lagi, mun stærri en vorbátarnir, sem áður voru notaðir. Bát þennan, sem hét Gæfa, var hann svo formaður með í margar vetrarvertíðir, og aflaði mjög vel. Varð þetta til þess að hann smíðaði marga báta af líkri stærð og hans bátur var, og var þeim róið hér á vetrum. Á þessum bátum voru venjulega 6 menn. Aftur á móti voru á stóru áttæringunum með íslenzka laginu venjulega 18 menn, en á þeim með færeyska laginu 14—16 menn, enda voru þau mikið léttari á sjó og landi.
Það lætur að líkum að í svo stórum hópi góðra félaga hafi oft verið glatt á hjalla þegar vel gekk, ekki sízt þegar heim var haldið með góðan afla í góðu leiði; því alltaf voru segl notuð ef mögulegt var. Var þá oft tekið lagið, kveðizt á og kastað fram stöku, því oft var, að einhver skipverji var vel hagmæltur, og aðrir þá sem reyndu að hnoða saman vísu, og varð oft gaman að. Á þennan hátt urðu til ýmsar vísur, sem síðar urðu landsfleygar, svo sem formannavísur og hásetaraðir sem kallað var.
En þrátt fyrir það þótt bátarnir yrðu smærri og bátsverjar færri, hefur þetta lengi haldizt við eins og séð verður af vísum þeim, sem hér fara á eftir og gerðar voru um skipshöfnina á vertíðarbátnum Gæfu, sem fyrr getur.
Urðu þær til um 1917 eða 1918. Um höfund er ekki vitað með vissu.

Róðrarkarl.

Formaðurinn glatt með geð
Gæfu lætur skríða,
saltan út á sílabeð
seggi meður fríða.

Súðahundi siglir hratt,<br um síldarvöllinn bláa
Ólafur með geðið glatt,
guma hefir knáa.

Hagleiksmaður heims um frón
hefir margs að gæta,
sá kann smíða súðaljón,
seggja þarfir bæta.