Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1986/Vélskólinn

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 16. mars 2016 kl. 17:31 eftir StefánBjörn (spjall | framlög) Útgáfa frá 16. mars 2016 kl. 17:31 eftir StefánBjörn (spjall | framlög) (Ný síða: <center><big><big>'''Vélskólinn'''</big></big></center><br> Þær fréttir eru helstar af starfsemi Vélskólans að í vetur voru haldin tvö námskeið fyrir þá vélstjóra sem ...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Vélskólinn


Þær fréttir eru helstar af starfsemi Vélskólans að í vetur voru haldin tvö námskeið fyrir þá vélstjóra sem höfðu starfað á undanþágu í tilskilinn tíma.
Á fyrra námskeiðinu, sem stóð frá því í september og fram að jólum, voru tíu manns og luku þeir allir sínum prófum með sóma.
Til dæmis um það þá voru fimm með meðaleinkunn yfir 9. Á námskeiðinu sem haldið var eftir áramótin stóð til að svipaður fjöldi yrði, en þeim fækkaði því miður í fjóra sem byrjuðu og luku þeir sínum prófum með ágætum. Sá háttur var hafður við kennsluna að sjö fög voru kennd í tvær til þrjár vikur hvert fag og síðan prófað í því. Önnur fög voru kennd eins og venjulega. Kennarar á námskeiðum þessum voru: Cynthia Farrell enska, tæknimál, Karl Marteinsson smíðar, málmsuða og verkleg vélfræði á fyrra námskeiði.
Brynjúlfur Jónatansson rafeindatækni, Elías Baldvinsson eldvarnir, nokkrir slökkviliðsmenn æfðu nemendur í reykköfun, Gísli Eiríksson rafmagnsfræði seinni hluta, Ólafur Lárusson skyndihjálp og Kristján Jóhannesson vélfræði bókleg og verkleg á seinna námskeiðinu, kælitækni, stýritækni, vélfræðireikningur og rafmagnsfræði fyrri hluta. Þessi námskeið veita rétindi til að stjórna vélum upp að 750 kw (1020 hestöfl) og eru haldin samkvæmt lögum um atvinnuréttindi vélfræðinga, vélstjóra og vélavarða á íslenskum skipum, nr. 113 31. des. 1984.
Í haust byrjuðu fimm nemendur nám í 2. stigi sem tekur nú tvo vetur. Í vor munu þeir væntanlega öðlast vélavarðarréttindi sem er 300 hö. Einn nemandi, Arnar Sigurðsson útskrifaðist fyrir jól úr 2.stigi. Í vor eru væntanlegir þrír í viðbót úr 2.stigi. Í von um að undanþágur til vélstjórnar verði ónauðsynlegar og aðsókn að vélskólanum aukist óska ég sjómönnum góðs gengis. Kristján Jóhannesson, vélfræðingur.