Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1965/ Formannsvísa um aflakóng Vestmannaeyja 1965

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 9. mars 2016 kl. 14:56 eftir Kristinsigurlas (spjall | framlög) Útgáfa frá 9. mars 2016 kl. 14:56 eftir Kristinsigurlas (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Formannavísa um aflakóng Vestmannaeyja 1965, eftir Óskar Kárason (ort 1956).
Óskar ég fylkinn fara
frækinn veit stjórann sækinn,
Mattason kólgu klatta
klýfur á Leó stífur
hrönn, þegar æst í önnum,
æðir um veiðisvæði,
spyrðlinga marga myrðir,
meiðurinn býsna veiðinn.

Formannavísa frá 1956 um Kristinn á Berg, eftir Óskar Kárason.
Kristinn á kvæða lista
knáan ég hér með tjái.
Berg stýrir banginn hvergi,
bragn Páls í öldu ragni.
Þétt veiðir þorskinn nettur,
þekkur er öllum rekkur.
Geðprúður grérinn téði
gnoð rær, þó falli boði.

Draumvísa.
Hörð eru sig í Háubæli og hættuleg.
Hábrandinn ei hræðist ég,
en Hellisey er ógurleg.

Sjóvíti.
Eigi má snúa skipi nema sólarsinnis.
Ekki kasta yfir um það.
Ekki láta fiskinn liggja langsætis eftir skipinu
heldur þvers um það.

Sjóvíti.
Ekki mey heldur stúlku.
Ekki eldhús heldur reykjarhús.
Ekki má skilja eina ár eftir í skipi, heldur tvær.