Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1965/ Aflaverðmætisverðlaunin 1965

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 9. mars 2016 kl. 13:56 eftir Kristinsigurlas (spjall | framlög) Útgáfa frá 9. mars 2016 kl. 13:56 eftir Kristinsigurlas (spjall | framlög) (Ný síða: <big><big><center>AflaverðmætisverSlaitmtt 19b5 Ingólfsstöngina hlýtur að þessu sinni Krist-inn Pálsson og skipshöfn hans á Berg. en verð-laun þessi eru sem kunnugt er v...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
AflaverðmætisverSlaitmtt 19b5

Ingólfsstöngina hlýtur að þessu sinni Krist-inn Pálsson og skipshöfn hans á Berg. en verð-laun þessi eru sem kunnugt er veitt fyrir mesta aflaverðmæti Vestmannaeyj abáts á undan-gengnu ári. iJað er alltaf ánægjulegt, þegar ungir og dugandi skipstjórar bætast í hóp hinna fremstu. Þetta kemur samt engum á óvart hér í Vest-mannaeyjum. því að Kristinn á Berg hefur ver-ið í fremstu röð aflamanna undanfarin ár og nijög jafnvígur á hin vmsu veiðarfæri. Kristinn Pálsson skipstjóri á Berg er fædd¬ur í Vestmannaeyjum 20. ágúst 1926. sonur hjónanna Þorsteinu Jóhannsdótíur frá Brekku hér í bæ. en sú ætt hefur búiS óslitið hér í \ estmannaevjum í vfir 200 ár. og Páls Jónas-sonar. sem var þekktur skipstjóri og aflamaður á sinni tíð. Þau hjón. Páll og Þorsteina. bjuggu allan sinn búskap í Þingholti og áttu fjölda barna. allt hið mesta myndarfólk. Af þeim svstkinum konmst 13 til fullorðinsára. og af bræðrunum eru 4 þekktir skipstjórar: Emil, Kristinn. Jón og Sævald. og 2 tengdasynir: Grétar á \er og Guðmundur Ingi. Kristinn tók ungur að aldri hið meira fiski-mannapróf og byrjaði formennsku árið 1951 með m/b Njörð EA. Vorið 1955 gerðist Kristinn meðeigandi teugdaföður síns. Magnúsar Bergssonar. í bátnuin Berg, sem var 77 tonna Svíþjóðarbát-ur. Sá bátur sökk 6. desember 1962. 1 desember 1963 kom nýr Bergur. 216 tonna stálskip. byggt í Noregi, til landsins. Fyrsti róður Kristins á þessum bát var auð-vitað 4. janúar 1964, en Bergur hefur einkenn-isstafina 44. Hafa þeir eigendur Bergs sérstaka trú á tölunni 4 og álíta hana happatölu. sem eðlilegt er. Til gamans má geta þess, að er einn eigenda. Júlíus Magnússon. eignaðist son, var þa'ð auðvitað 4. 4. 1964. Báturinn Bergur ber annars nafn þekkt afla-manns og sægarps, Bergs Jónssonar, föður Magnúsar. Var Bergur skipstjóri á kútter Sur-price frá Hafnarfirði í yfir 20 ár. Var hann ágætur aflamaður, mannsæll og farsæll í starfi. Það segja kunnugir, að Kristinn á Berg líkist um margt þessum mæta manni. Aflaverðmæti Bergs árið 1964 var 10,5 milljónir króna. Skiptist aflinn þannig: Þorskur 1270 tonn. Síld 43.500 mál og tunnur. Síld á sumarsíldveiðum 20000 tn. Kristinn er kornungur maður, einu ári vant í fertugt. og má búast við að heyra oftar frá honum. en auðvitað vonum við öll, að hann fái sem flesta skeinuhætta keppinauta. Sjómannadagsblaðið óskar Kristni, skips-höfn hans og útgerð til hamingju með þetta fyrsta glæsilega aflaár á nýjum „Berg". Mættu þau verða sem flest á þennan veg.