Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1982/Pelagusslysið

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 2. mars 2016 kl. 16:13 eftir StefánBjörn (spjall | framlög) Útgáfa frá 2. mars 2016 kl. 16:13 eftir StefánBjörn (spjall | framlög) (Ný síða: <center><big><big>'''Pelagusslysið'''</big></big></center><br> Hörmulegt slys varð á strandstað Belgíska togarans Pelagus 21. janúar 1982 er Hannes Óskarsson foringi [[Bj...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Pelagusslysið


Hörmulegt slys varð á strandstað Belgíska togarans Pelagus 21. janúar 1982 er Hannes Óskarsson foringi björgunarveitar Hjálparsveitar skáta og Kristján K. Víkingsson læknir á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja fórust á strandstað ásamt tveimur skipverjum af Pelagusi, en björgunarsveitir úr Eyjum björguðu 6 skipverjum á land.
Foráttubrim var um nóttina þegar Pelagus strandaði skammt sunnan við Prestabót á Kirkjubæjarhrauninu. Hafði Pelagus verið í togi hjá öðrum Belga, en slitnaði taugin austan við Eyjar og strandaði togarinn um kl. 4 um nóttina.
Björgunarsveitir Björgunarfélags Vestmannaeyja, Hjálparsveitir skáta, slökkviliðsmenn og fleiri björguðu 4 skipverjum af hvalbak skipsins skömmu eftir að skipið strandaði um nóttina, en einn skipverji fórst við skipshlið er reynt var að sjósetja gúmmíbjörgunarbát.
Þetta er í fyrsta skipti sem björgunarmenn við Ísland farast, en í þetta skipti eins og ótal mörg önnur hafa björgunarmenn lagt sig í mikla lífshættu við björgun mannslífa. Eyjamenn og aðrir landsmenn voru harmi slegnir eftir slys þetta.

á.j.