Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1965/ Úr Stjána bláa
Æsivindur lotulangur
löðri siglum hærra blés.
Söng í reipum. Sauð á keipum.
Sá í grænan vegg til hlés.
Stjáni blái strengdi klóna,
stýrði fyrir Keilisnes.
Vindur hækkar. Hrönnin stækkar.
Hrímgrátt særok felur grund.
Brotsjór rís til beggja handa.
Brimi lokast vík og sund.
Stjáni blái strengdi klóna,
stýrði beint á drottins fund.
Drottinn sjálfur stóð á ströndu:
„StiIIist vindur! Lækki sær!
Hátt er siglt og stöðugt stjórnað.
Stýra kannt þú, sonur kær.
Hörð er lundin, hraust er mundin,
hjartað gott, sem undir slær.
HeiII til stranda, Stjáni blái,
stíg á land og kom til mín.
Hér er nóg að stríða og starfa.
Stundaðu sjó, og drekktu vín,
kjós þér leiði, vel þér veiði.
Valin skeiðin bíður þín.“