Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1968/Aflakóngur Vestmannaeyja 1968

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 14. janúar 2016 kl. 14:37 eftir Kristinsigurlas (spjall | framlög) Útgáfa frá 14. janúar 2016 kl. 14:37 eftir Kristinsigurlas (spjall | framlög) (Ný síða: <big><big><center>Aflakóngur Vestmannaeyja 1967</center></big></big><br> Rafn Kristjánsson hefur alla tíð verið sérstaklega góður síldarmaður og býr hann nú Gjafar ti...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Aflakóngur Vestmannaeyja 1967


Rafn Kristjánsson hefur alla tíð verið sérstaklega góður síldarmaður og býr hann nú Gjafar til síldveiða.
Um leið og við óskum Rafni og skipshöfn hans til hamingju með Ingólfsstöngina, vonum við, að komandi sumar færi þeim í ríkum mæli silfur norðurhafa.

Afli m/b Gjafars s.l. ár skiptist þannig:
Síld, 5.722 tonn að verðmæti 6.662.000 kr.
Loðna, 965 tonn að verðmæti 396.000 kr.
Bolfiskur, 497 tonn að verðmæti 2.115.000 kr.
Samtals 7.184 tonn að verðmæti 9.173.000 kr.

Ekki eru það neinir aukvisar, sem skila að meðaltali um 3 fullfermum á mánuði allt árið, en ef reiknað er með að Gjafar lesti að meðaltali 200 tonn, er aflinn um 36 fullfermi.
Það er eftirtektarvert, að þó að síldarafli Gjafars sé ekki nema 800 tonnum minni en árið 1966, er munurinn á verðmæti síldaraflans 1966 og 1967 um 4,3 milljónir króna (4.267.000 kr.). Þessar tölur sýna vel hve gífurlega erfiðleika og versnandi kjör sjómenn og útgerðarmenn hafa mátt búa við, þrátt fyrir sömu vinnu og afköst, en aukinn tilkostnað við veiðarnar.