Bókabúðin

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 13. júní 2006 kl. 09:19 eftir Daniel (spjall | framlög) Útgáfa frá 13. júní 2006 kl. 09:19 eftir Daniel (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Húsið Bókabúðin stendur við Kirkjuveg 12. Var áður kallað Gata og var tómthús. Hreppurinn geymdi fyrrum í húsinu þurfalinga sína. Nafngiftin Bókabúðin er tilkomin vegna þess að Þorsteinn Johnson var með bókabúð í húsinu um árabil og síðar tók sonur hans, Óskar, við þeim rekstri. Nú er í húsinu listaverkaverslunin Prýði og trésmíðaverkstæðið Börkur í eigu hjónanna Róberts Sigmundssonar og Svanhildar Gísladóttur.