Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1997/Yfirlitskort af Vestmannaeyjamiðum á dögum þriggja sjómílna landhelginnar
Kortið er úr aukahefti sem fylgdi þýsku leiðsögubókinni fyrir Ísland, Færeyjar og Jan Mayen árið 1934. Sjómælingaskipið Meteor og varðbáturinn Weser mældu inn staði fyrir togbaujur þýskra togara og völdu mið til segulskekkjuathugana, en sem kunnugt er verður sums staðar vart allmikilla segultruflana hér við land, t.d. inn af Þrídröngum og víðar.
Bæklingurinn er 27 blaðsíður. Hann skiptist efnislega í tvo hluta:
I. Segulskekkjuathuganir með landmiðum.
II. Staðsetningu togbauja með miðum.
Togbaujurnar voru stórar og sterklegar baujur sem mátti sjá bundnar í vöntum (framreiða) allra togara hér áður fyrr. Togaraskipstjórar notuðu baujurnar til staðsetninga, sérstaklega í dimmviðri. Sumar til þess að fara a.m.k. ekki of Iangt inn fyrir landhelgislínuna (!) en aðrir að sjálfsögðu sér til viðvörunar.
Á yfirlitsmyndinni sést vel hvað þriggja sjómílna landhelgin veitti fjöreggi okkar, fiskimiðunum, litla vernd. Það er aðdáunarvert hvað baujunum voru valdir góðir og nákvæmir staðir með glöggum miðum. En það sést einnig að gæsla landhelginnar var mjög erfið með öllum þeim krókum og vikum sem þriggja sjómílna landhelgin bauð upp á.
Landhelgisbrjótar gátu auðveldlega tekið hluta af togi innan landhelgislínunnar og síðan híft inn vörpuna utan landhelgi og athafnað sig á fríum sjó.
Þegar litið er á útgáfuárið 1937, aðeins tveimur árum áður en síðari heimsstyrjöldin hófst, 1. september 1939, vekur athygli að efst á titilblaði fylgiritsins stendur „Oberkommando der Kriegsrnarine" eða „Yfirstjórn sjóhersins". Undir titlinum er þýski örninn með nasistamerkinu í blómsveig og hefur verið svert yfir merkið. Ef til vill vík ég betur síðar að þessum merkilega bæklingi.
Staður bauju nr. 2: Nákvæmlega á stað eldgígsins Surts á Surtsey (sjá yfirlitskort) og er það sérstök
tilviljun. Miðið á baujunni er: „Skerin saman" en með þýskri nákvæmni: „Norðurbrún Súlnaskers og Geirfuglaskers jafnjaðra í réttvísandi 73 gráður. Suðausturbrún Suðureyjar og Stórhöfði jafnjaðra að austan í réttvísandi miðun 57 gráður."
Staður baiiju nr. 3: Rétt við Hóla í miðinu: „Vesturbrún á Álsey og Súlnaskeri jafnjaðra í réttvísandi miðun 9 gráður."