Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1993/Rauður snjór

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 16. október 2015 kl. 10:52 eftir Kristinsigurlas (spjall | framlög) Útgáfa frá 16. október 2015 kl. 10:52 eftir Kristinsigurlas (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
RAUÐUR SNJÓR


Á ljúfri stund, með litlu hiki, ég lapti
úr kollu bjór, svo er þarna allt í einu
orðinn rauður snjór. Ég reyndi í flýti
að forða slysi en fann ei hemilinn
þegar gömul gráhærð kona gekk
fyrir bensinn minn.

Að æða í blindni út á veginn
í umferðina er frekt
en ölið það er Íslendingi
alveg nauðsynlegt.
Ég get því ekki grátið lengi
gamalt visið skar
sem virðist bæði fornt og fúið
á förum hvort sem var.

Alkahól er okkar frelsi óumflýjanlegt
er álit heimsku og auragræðgi
í allri sinni nekt.
Ég reyndi í flýti að forða slysi
en fann ei hemilinn
þegar gömul gráhærð kona
gekk fyrir bensinn minn.

Hafsteinn Stefánsson