Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1977/Sjómannadagurinn 1976

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 31. ágúst 2015 kl. 11:37 eftir Kristinsigurlas (spjall | framlög) Útgáfa frá 31. ágúst 2015 kl. 11:37 eftir Kristinsigurlas (spjall | framlög) (Ný síða: <big><big>Sjómannadagurinn 1976</big></big><br> Sjómannadagurinn var að þessu sinni hátíðlegur haldinn sunnudaginn 13. júní, og var það með seinna móti miðað við venj...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Sjómannadagurinn 1976

Sjómannadagurinn var að þessu sinni hátíðlegur haldinn sunnudaginn 13. júní, og var það með seinna móti miðað við venju.
Hátíðahöldin hófust kl. 13.00 á laugardeginum 12. júní, í Friðarhöfn. Kynnir var Sigurgeir Scheving. Þar fór fyrst og fremst fram kappróður á kappróðrarbátunum nýju, sem byggðir voru fyrir Sjómannadagsráð Vestmannaeyja, úr trefjaplasti norður á Blönduósi á s. 1. ári. Reyndust bátarnir allir mjög vel.

Kappróðrarbátarnir voru allir byggðir nákvæmlega eftir kappróðrarbátum þeim, sem Ólafur heitinn Ástgeirsson í Bæ smíðaði árið 1946, en ekki 1951, eins og segir ranglega í Sjómannadagsblaðinu 1976. Gömlu bátarnir höfðu því verið notaðir á Sjómannadögum í u.þ.b. 30 ár, þegar þeir voru lagðir niður og aðrir fengnir í staðinn.

Stofnkostnaður við nýju bátana varð allverulegur. En úr þeim vanda ætlar þó sæmilega að rætast, þar sem Sjómannadagsráð hefur nú, þegar þetta er skrifað, selt byggingarétt að 10 samskonar bátum. 25 róðrarsveitir höfðu látið skrá sig til keppni, en 24 mættu til leiks.
Veðbanki starfaði í sambandi við kappróðurinn. Bankastjóri var Guðjón Hjörleifsson. Möguleg boð voru 100, 300 og 500 krónur. Eftirminnilegasti viðskiptavinur bankans var tvímælalaust Ingólfur Theodórsson, netagerðarmeistari. Ingólfur veðjaði bæði oft og miklu, og sagðist græða óskaplega.
Ágóði af starfsemi bankans nam 21 þús. krónum, og þótti forráðamönnum Sjómannadagsins það nokkuð góð útkoma svona í fyrstu atrennu eftir langt hlé á veðbankastarfsemi.

Úrslit róðrarkeppni urðu sem hér segir:

Félög sjómanna:
Skipstjórar 2:03,8 mín
Hásetar 2:05,9
Vélstjórar 2:06,2

Skipshafnir:
Dala-Rafn 2:06,2 mín.
Huginn 2:08,9
Guðrún Magnúsd. 2:09,7

Fiskvinnslust. (karlar):
Fiskiðjan — 2:09,6 mín.
Vinnslustöðin — 2:10,5 —
Ísfélagið — 2:12,5

Fiskvinnslust. (stúlkur):
Vinnslustöðin 2:42,4 mín.
Ísfélagið 2:48,9 -
Fiskiðjan 2:49,0 -

Fermingardrengir:
Vesturbær — 2:15,2 mín.
Austurbær 2:21,2 --

Fyrirtæki:
Steypustöðin 2:00,1 mín.
Björgunarfélagið 2:01,1

Unglingar:
Steinaldartáningar 2:03,4 mín
Óþokkar 2:12,4
Grislingar 2:15,5
Sjóskátar 2:24,8
Ísfélagsdrengir 2:27,1
Pelabörn 2:27,6

Aðrir:
Steinaldarmenn 1:59,7 mín.
Sjóenglar — 2:05,6

Bestu tímarnlr:
Steinaldarmenn — 1:59,7 mín.
Steypustöðin — 2:00,1 —
Björgunarfélagið — 2:01,1 —

Þá var einnig keppt í koddaslag, og sigraði Halldór Guðmundsson í þeirri grein. Um kvöldið var dansað í Samkomuhúsinu frá kl. 22.00—02.00.

Hátíðahöld sunnudagsins, sjálfs Sjómannadagsins, hófust með hefðbundnum hætti við Samkomuhús Vestmannaeyja, kl. 10 f. h. Þar flutti Sigmar Þór Sveinbjörnsson, stýrimaður á m.s. Herjolfi, setningarávarp. Síðan var gengin skrúðganga til kirkju og hlýtt messu hjá séra Kjartani Erni Sigurbjörnssyni. Að messu lokinni talaði Einar J. Gíslason, safnaðarstjóri við minnisvarðann. Kl. 14.00 var fram haldið á Stakkagerðistúni. Sigurgeir Ólafsson skipstjóri flutti aðalræðu dagsins.
Einar J. Gíslason heiðraði aldraða sjómenn og þá, sem höfðu bjargað mannslífum.
Þessir voru heiðraðir: Frá Skipstjóra-og stýrimannafélaginu Verðandi: Kristinn Magnússon frá Sólvang; frá Vélstjórafélagi Vestmannaeyja: Bergur Loftsson; frá Sjómannafélaginu Jötni Haukur Þ. Guðmundsson; fyrir ábendingu Sjómannadagsráðs Vestmannaeyja, Garðar Gíslason.

Fyrir björgun voru heiðraðir: Ágúst Ólafsson frá Gíslholti, fyrir að bjarga manni frá lífsháska við Suðurey á s. l. sumri; áhöfn m.b. Lóðsins, fyrir að bjarga áhöfn m.b. Sævars VE 19, þegar hann strandaði við Heimaklett.

Þá fór einnig fram verðlaunaveiting fyrir íþróttir laugardagsins.

Kl. 20.00 hófst svo kvöldskemmtun í Samkomuhúsinu. Í lok hennar fór fram verðlaunaveiting til aflakónganna. Síðan var stiginn dans í báðum sölum Samkomuhússins og í Alþýðuhúsinu til kl. 04.00.
Hátíðahöld Sjómannadagsins tókust með afbrigðum vel í alla staði. Einkum var almenn ánægja með að skemmtiatriði laugardagsins í Friðarhöfn höfðu nú verið tekin upp að nýju.