Vatnsdalur
Húsið Vatnsdalur stóð við Landagötu 30. Upprunalega ein af Hlaðbæjarjörðum og nefndist Miðhlaðbær. Högni Sigurðsson fékk ábúð á Mið-Hlaðbæ árið 1902. Högni byggði nýtt íbúðarhús í Vatnsdal, syðst í túni jarðarinnar og nefndi húsið Vatnsdal. Síðan reif Högni það hús og byggði nýtt þriggja hæða hús úr hleðslusteini árið 1926. Það hús var háreist og setti mikinn svip á umhverfið. Í Vatnsdal bjó um tíma rithöfundurinn Theódór Friðriksson sem ritaði fróðlegar lýsingar á atvinnulífi í Eyjum á árunum 1920-1930 í ævisögu sinni, Í verum. Húsið Vatnsdalur fór undir hraun.
Heimildir
- Guðjón Ármann Eyjólfsson: Vestmannaeyjar - byggð og eldgos, Reykjavík 1973.