Hilmar Rósmundsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 31. maí 2006 kl. 15:39 eftir Margret (spjall | framlög) Útgáfa frá 31. maí 2006 kl. 15:39 eftir Margret (spjall | framlög) (bætti við texta)
Fara í flakk Fara í leit

Hilmar Rósmundsson, skipstjóri, var varaþingmaður af lista Framsóknarflokksins í Suðurlandskjördæmi árið 1978. Tók sæti á Alþingi á haustþinginu það ár. Fæddur á Siglufirði 16. október 1925. Foreldrar hans voru Rósmundur Guðnason, Jónssonar bónda að Heiði í Sléttuhlíð og kona hans María Jóhannsdóttir, Þorsteinssonar í Stórugröf í Skagafirði. Hilmar kvæntist (24. október 1950) Rósu Snorradóttur (fædd 3. september 1927) Guðmundssonar. Þau slitu samvisum. Hilmar og Rósa eiga tvær dætur, Hafdísi Björg Hilmarsdóttur og Sædísi Maríu Hilmarsdóttur. Þær eiga þrjá syni og barnabörn.

Hilmar lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskólanum á Ísafirði og fiskimannaprófi hið meira frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1950. Hann var skipstjóri á fiskiskipum frá 1955 og útgerðarmaður frá 1959. Átti auk þess sæti í stjórn skipstjórafélagsins Verðandi í Vestmannaeyjum og Útvegsbændafélagi Vestmannaeyja og var einnig í stjórn Norðlendingafélagsins í Eyjum.

Hilmar var Fiskikóngur Vestmannaeyja árin 1967 og 1968 með um 1000 lestir fyrra árið og 1191 skipslest það síðara. Þetta veiddi hann á vélbátnum Sæbjörgu.


Heimildir

  • Guðlaugur Gíslason: Eyjar gegnum aldirnar. Frásagnir af mannlífi og atburðum í Vestmannaeyjum frá gamalli tíð og nýrri. Reykjavík, 1982.