Svo björt og skær

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 27. júlí 2005 kl. 14:02 eftir Daniel (spjall | framlög) Útgáfa frá 27. júlí 2005 kl. 14:02 eftir Daniel (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Þjóðhátíðarlag
1965 1968 1969

Svo björt og skær var Þjóðhátíðarlagið árið 1968

Svo björt og skær sem bjöllu gnýr
við bakka lindin strengi knýr.
Úr bláfirð nætur blærinn vær
að beði daggar snýr.
Er draumljós nóttin sveipar sund,
og sofnar fugl í mó,
fer minning dags um dal og grund
í duldarhljóðri ró.
Sá dagur sem að djúpum leið
sú dögg er perlum stráir meið,
er draumum vígð,en von og ást
ei verður markað skeið.
Þeir hugir tveir,sem hljóðir þrá,
við heiði nætur vængi fá,
en þeyrinn vaggar þreyttri önd
og þerrar grátna brá.
Við húmsins töfra hulin þrá
um huga vakin fer.
Við daggar glit má draummynd sjá,
er degi vörnuð er.
Svo björt og skær sem bjöllu gnýr
við bakka lindin strengi knýr.
Er daggir glitra,vornótt vær
til vöku draumum snýr.
Lag: Oddgeir Kristjánsson
Texti: Loftur Guðmundsson