Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk
Fara í leit
- Dagur er risinn,
- úr djúpinu lyftir sér sól
- og brosir til barna
- á eyju er bar þau og ól.
- Af hafinu öldur,
- glettnar berast að strönd
- og flytja fregn
- um ókunn lönd.
- Þessi ágústnótt
- hún skal gleðja,
- hún skal oss kær þessi nótt
- á Heimaey.
- Nú minnumst við vina
- er forðum hér gengu um völl
- en örlög svo réðu
- að Heimaey er þeim öll.
- Við skulum því þakklát,
- gleðjast saman um stund.
- Enginn flýr örlaganna fund.
- Sól er hnigin.
- Byggðin hvílir nú hljóð.
- En Dalurinn bjartur
- og gleðin þar flytur sinn óð.
- Við tjörnina mætist
- mannfólkið aldrað og ungt,
- í hlíðum mætast ástir
- í tjöldum rætast óskir.
- Lag og texti: Árni Sigfússon