Fiskhellar

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 22. júlí 2005 kl. 13:40 eftir Smari (spjall | framlög) Útgáfa frá 22. júlí 2005 kl. 13:40 eftir Smari (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Fiskhellar eru hellar sem eru vestan megin í Hánni, þar sem að hún er þverhnípt.

Fyrr á öldum var venja að flytja fisk að berginu og draga hann upp í fiskbyrgin sem byggð höfðu verið á syllum og snösum upp eftir öllu bergi. Hér háttar svo til að alltaf leikur vindur um bergið og lítið hætta er á að fiskur blotni mikið. Auk þess losna menn nær algerlega við flugu eftir að komið er u.þ.b. 10m upp í berg. Þessir þættir gera Fiskhella ákjósanlega til að þurrka fisk.

Þegar bjargsig var sýnt á þjóðhátíðum var oftast sigið ofan af Fiskhellanefi.