Árni B. Johnsen

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 21. júlí 2005 kl. 10:59 eftir Daniel (spjall | framlög) Útgáfa frá 21. júlí 2005 kl. 10:59 eftir Daniel (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
 F. í Vestmannaeyjum 1. mars 1944. For.: Poul C. Kanélas, Detroit, Bandaríkjunum, og Ingibjörg Á. Johnsen (f. 1. júlí 1922) kaupkona. Hún átti síðar Bjarnhéðin Elíasson skipstjóra og útgerðarmann í Vestmannaeyjum. K. 1. (26. febr. 1966) Margrét Oddsdóttir (f. 28. sept. 1945) kennari. Þau skildu. For.: Oddur Sigurbergsson og k. h. Helga Einarsdóttir. K. 2. (13. des. 1970) Halldóra Filippusdóttir (f. 17. febr. 1941) flugfreyja. For.: Filippus Tómasson og k. h. Lilja Jónsdóttir. Dætur Árna og Margrétar: Helga Brá (1966), Þórunn Dögg (1968). Sonur Árna og Halldóru: Breki (1977).
     Kennarapróf KÍ 1966.
     Kennari í Vestmannaeyjum 1964-1965 og í Reykjavík 1966-1967. Starfsmaður Surtseyjarfélagsins með aðsetri í Surtsey sumar og haust 1966 og 1967. Blaðamaður við Morgunblaðið síðan 1967. Dagskrárgerðarmaður við Ríkisútvarpið og við Sjónvarpið frá stofnun þess.
     Hefur unnið að margs konar félagsmálum í Vestmannaeyjum og víðar. Var formaður tóbaksvarnanefndar 1984-1988. Í stjórn Grænlandssjóðs síðan 1987, í flugráði síðan 1987, í Vestnorræna þingmannaráðinu 1991-2001, formaður þess. Í stjórn Norrænu stofnunarinnar á Grænlandi, NAPA, um árabil. Formaður byggingarnefndar Þjóðleikhússins 1988-2001 og formaður stjórnar Sjóminjasafns Íslands 1989-1992.
     Alþm. Suðurl. 1983-1987 og 1991-2001 (Sjálfstfl.).
     Vþm. Suðurl. febr.-mars 1988, nóv. 1989, mars-apríl 1990, jan.-febr. 1991.
     Fjárlaganefnd 1991-2001, samgöngunefnd 1991-2001 (form. 1999- 2001), menntamálanefnd 1991-2001.
     Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins 1994-2001 (form. 1996-2001).
     Hefur skráð viðtalsbækur og bækur um gamanmál alþingismanna, skrifað hundruð greina í Morgunblaðið og önnur blöð, einnig samið svítu og sönglög og sungið og spilað eigin lög og annarra á hljómplötur.

Heimildir {{{1}}}