Fýll
Vantar inngang!
Fýlaveiðar
Fýllinn var einn mikilvægasti þátturinn í að fólk hefði ávallt nóg að borða í Vestmannaeyjum. Á hverju ári var safnað á hvern bæ nokkrum hundruðum fugla og þeir saltaðir í kagga. Og þótti slæmt ef að birgðir voru ekki til fram á næsta veiðitímabil. Áður fyrr þótti það nánast synd að taka fýlsegg, því að fuglinn þótti miklu verðmætari. Ástæðan var að mun meiri matur fæst af fuglinum heldur en eggi.