Henrik Linnet

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 4. júlí 2005 kl. 09:52 eftir Jonas (spjall | framlög) Útgáfa frá 4. júlí 2005 kl. 09:52 eftir Jonas (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Henrik Linnet, héraðslæknir 1960 til 1964. Fæddur á Sauðárkróki 12. júni 1919. Sonur Kristjáns Linnet sýslumanns þar og síðar bæjarfógeta í Vestmannaeyjum og Jóhönnu Júlíusdóttur.

Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1939 og cand. med. frá Háskóla Íslands 1947. Henrik vann á sjúkrahúsum bæði heima og erlendis. Hann var skipaður héraðslæknir í Bolungarvíkurhéraði árið 1949, Hvolshéraði árið 1956 og síðan héraðslæknir í Vestmannaeyjum árið 1960 og gengdi því starfi til 1964 þegar hann gerðist starfandi læknir í Reykjavík og jafnframt aðstoðarlæknir við röntgendeild Landspítalans.

Kona hans er Svana Vernharðsdóttir hjúkrunarkona og þau eiga saman fjögur börn.


Heimildir

  • Guðlaugur Gíslason: Eyjar gegnum aldirnar. Frásagnir af mannlífi og atburðum í Vestmannaeyjum frá gamalli tíð og nýrri. Reykjavík, 1982.