Blik 1953/Framfarafélag Vestmannaeyja

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 17. nóvember 2009 kl. 13:57 eftir Birna (spjall | framlög) Útgáfa frá 17. nóvember 2009 kl. 13:57 eftir Birna (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Þorsteinn Þ. Víglundsson:


Framfarafélag Vestmannaeyja.

SÖGULEGAR MINNINGAR.

„Minning feðranna er framhvöt niðjanna".

Þessi orð hafa reynzt sannmæli með okkur Íslendingum. Eg trúi því ,að kjarni íslendingasagnanna hafi runnið okkur í merg og blóð, stælt okkur og styrkt, hvatt okkur og hert. Þess vegna á það við, að ársrit Gagnfræðaskólans, rit skóla- og skátaæskunnar hér í Eyjum, birti greinar um framsýni og framtak og drýgðar dáðir liðinna forustumanna í efnahags- og atvinnulífi Eyjabúa, ekki síður en frásagnir af athöfnum núlifandi kynslóðar á manndómsaldri. Við skulum minnast hins bezta í dagfari liðinna kynslóða, hugleiða hugsjónir og athafnir forustumanna okkar á hverjum tíma, reyna að skilja tímana, sem þeir lifðu á og þá erfiðleika, sem þeir hverju sinni áttu við að stríða í hagsældar- og félagsmálum. Þetta voru hinir „stöku menn". sem Þorsteinn Erlingsson yrkir um, hinir fáu er hrukku upp og púuðu á loðinn ljóra" til þess að skyggnast um eftir framfaraleiðum mitt í svartnætti eymdar og kyrrstöðu. Þegar við lesum grein þessa, ber okkur að minnast þess, að verðgildi peninga fyrir 50 árum var margfalt við það, sem nú er. þá var einn lítri mjólkur seldur á 12—15 aura, smjörkílóið kostaði 1 krónu, 1 kg. sykurs kostaði 50 aura. Tímakaupið var líka innan við eða um 20 aurar.


Fræðsla og félög.

Á síðari hluta 19. aldar leita nokkrir ungir og framgjarnir Íslendingar búnaðarnáms á Norðurlöndum. Áhrifa þessara atorkusömu manna gætti víða í framtaki og framförum í búnaðarmálum, þegar þeir komu heim frá námi. Á áratugnum 1880—1890 á sér stað búnaðarframtak í landinu, sem er einstætt. Búnaðarskólinn í Ólafsdal tók til starfa 1880. Búnaðarskólinn á Hólum var stofnaður 1882, búnaðarskólinn að Eiðum 1883, Hvanneyrar skólinn 1890. Áhrifaríkastur þessara skóla mun skólinn í Ólafsdal hafa verið. Frá honum dreifðust ungir og áhugasamir búfræðingar víða um sveitirnar, kenndu bændum ný handtök við jarðyrkju, notkun nýrra og afkastameiri verkfæra, kenndu þeim gildi samtaka í félagsmálum o. fl., o. fl. Búnaðarfélögum í sveitum landsins fer nú fjölgandi ár frá ári. Um 1892 eru þau orðin yfir 70 samtals, og árið eftir yfir 80. Þau útveguðu betri og afkastameiri verkfæri til jarðyrkju, t. d. þúfnasléttunar, höfðu áhrif til bóta um húsakynni kvikfjárins og meðferð þess o. s. frv. Slíkra samtaka var mikil þörf. Gagn þeirra' var ómetanlegt ,þar sem til forustunnar völdust áhugasamir atorkumenn og kunnáttumenn um landbúnað. Fram um miðja 19. öldina þekktist ekki undirristuspaðinn. Bændur og búalið ristu ofan af þúfunum með torfljáum. Síðan pældu menn sundur þúfurnar með pálum og börðu sundur hnausana með trésleggjum. Seinleg vinnubrögð, erfið og oftast illa af hendi leyst. Úr þessum vinnubrögðum leituðust búnaðarfélögin við að bæta. Víðast hvar voru þessi samtök kölluð búnaðarfélög og síðan kennd við hreppinn, sem þau störfuðu í. Á þrem stöðum voru þau þó kölluð jarðræktarfélög. Nafnið jarðabótafélag var til. í 3 hreppum í Eyjafirði voru þau kölluð framfarafélög. Framfarafélag Öngulsstaðahrepps var elzt, stofnað árið 1875. Hin stofnuð árin 1882 og 1894. Árið 1888 stofnuðu Lands¬sveitarbændur búnaðarfélag, er þeir nefndu Framfarafélag Landsmanna.

Eyjabúar vakna.

Hinn 28. maí 189;} komu nokkrir Vestmannaeyingar saman á fund í þinghúsi staðarins, til þess að ræða um stofnun búnaðarfélags í Eyjum. Hvatningarmaður að Fundi þessum og stofnun félagsins var Jón Magnússon, þáverandí sýslumaður í Eyjum. Eftir nokkrar umræður komust Fundarmenn að þeirri niðurstöðu, að stofnun búnaðarfélags mundi geta borið „sýnilegan ávöxt" í framförum í Vestmannaeyjum sem annarsstaðar í landinu". Það var því ákveðið að kjósa þriggja manna nefnd til þess að semja lög Eyrir félagið. í hana völdust: Sigurður Sigurfinnsson bóndi og skipstjóri í Dalbæ, Jón hreppstjóri Jónsson í Dölum og Gísli Stefánsson kaupmaður í Hlíðarhúsi. Skyldi nefnd þessi leggja uppkast að lögunum fyrir annan stofnfund, sem haldinn skyldi við fyrstu hentugleika. 13. ágúst um sumarið var svo annar stofnfundurinn haldinn í þinghúsinu og „tekið til umræðu og atkvæðagreiðslu frurnvarp til laga fyrir „Framfarafélag Vestmannaeyja" samkvæmt fundaráliktun 28 maí þ. á". Á þessurm fundi var fallizt á, að félagið skyldi heita framfarafélag í stað búnaðarfélags. Þótti það nafn betur við eiga eins og til hagaði í Vestmannaeyjum, segir í fundargjörðinni. Lög í 13 greinum voru einróma samþykkt á þessum fundi og undirrituð al 11 stofnendum. þessir hlutu kosningu í stjórn: Sigurður Sigurfinnsson, formaður, Gísli Stefánsson, varaformaður. og „umsjónarmenn félagsins", Jón Jónsson, hreppstjóri og Guðmundur Þórarinsson bóndi að Vesturhúsum.

Lög félagsins og markmið.

Eg vel þann kost að birta hér lög félagsins í heild, svo að lesendur megi sjálfir sjá og hugleiða, hvað fyrir þessum forustumönnum Vestmannaeyja vakti við stofnun Framfarafélagsins árið 1893.

1. gr. Tilgangur og ætlunarverk félagsins er að styðja að framförum sveitarmanna í sem flestum efnum, einkum í búnaði og öðrum atvinnuvegum.

2. gr. Hver, sem í félagið gengur, skuldbindur sig til þess að vera í því að minnsta kosti í ár, nema hann flytji sig burt úr sýslunni. áður en þau eru liðin..Sömuleiðis undirgengst hann að gera á heimili sínu sem mest hann orkar af því, er til inn