Blik 1937, 3. tbl./Herjólfsdalur

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 1. október 2009 kl. 17:09 eftir Saerun (spjall | framlög) Útgáfa frá 1. október 2009 kl. 17:09 eftir Saerun (spjall | framlög) (Ný síða: '''Herjólfsdalur'''.<br> Ó, hvar um alla veröld víða<br> svo vegleg sönghöll finnst,<br> sem hér í skjóli hárra hlíða<br> í Herjólfsdalnum innst?<br> Þar kátir fuglar k...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Herjólfsdalur.

Ó, hvar um alla veröld víða
svo vegleg sönghöll finnst,
sem hér í skjóli hárra hlíða
í Herjólfsdalnum innst?
Þar kátir fuglar kvaka
frá klöpp og sjó,
og breiðum vængjum blaka
í bjarga tó.

Hve mjúkt og hlýtt er gólfið græna,
þar glitra blómin smá,
mót blárri hvelfing björgin mæna
svo brött og tignarhá.
Sér dreifa hvítar kindur
um klett og grund.
Hér syngur sær og vindur
og sveinn og sprund.

Hér syngur hver með sínum rómi,
og sólin roðar tjöld,
og dalur fyllist fögrum hljómi
um fagurt sumarkvöld,
og börn með ljúfu lyndi
þar leika sér.
Hvar er að finna yndi,
ef ekki hér?

Sigurbjörn Sveinsson.