Blik 1978/Samvinnusamtökin í Vestmannaeyjum

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 1. september 2009 kl. 13:46 eftir ZindriF (spjall | framlög) Útgáfa frá 1. september 2009 kl. 13:46 eftir ZindriF (spjall | framlög) (Ný síða: == ÞORSTEINN Þ. VlGLUNDSSON == '''Samvinnusamtökin í Vestmannaeyjum''' framhald Í Bliki 1974 og 1976 birtist saga fimm kaupfélaga í Vestmann...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

ÞORSTEINN Þ. VlGLUNDSSON

Samvinnusamtökin í Vestmannaeyjum framhald

Í Bliki 1974 og 1976 birtist saga fimm kaupfélaga í Vestmannaeyjum. Hér höldum við fram með sögu þessara verzlunarsamtaka.

I Kaupfélag verkamanna

Kaupfélagið Drífandi í Vestmannaeyjum var leyst upp eða gert upp árið 1931, eins og greint er frá í Bliki árið 1976, 32. árgangi ritsins.

Ástæðurnar fyrir því að svona fór um kaupfélag þetta voru fyrst og fremst af tveim rótum. Fjárhagskreppan mikla, sem þá fór í hönd, var tekin að gera vart við sig með lækkandi afurðaverði ár frá ári. Þetta fyrirbrigði hafði þrengt mjög efnahag kaupfélagsins, en þar var félagsbundinn töluverður hópur hinna smærri útvegsbænda í kaupstaðnum, en þeir stóðu nú orðið höllum fæti fjárhagslega sökum verðfallsins.

Á hinu leitinu réði svo úrslitum hin pólitíska sundrung. Þar var ekki orðin samstaða um eitt eða neitt.

Alþýðuflokksmennirnir í kaupstaðnum, hinir áhrifaríkustu þeirra, höfðu til þessa mótað hina breiðu fylkingu og þeir voru hinar styrkustustoðir kaupfélagsins, enda stofnendur þess. Nú lágu þeir undir áföllum, árásir „Félaga Stalins" dundu á þeim daglega og þeir sættu svívirðingum opinberlega frá sumum starfsmönnum kaupfélagsins. — Allir vissu þó einlægni og áhuga kaupfélagsstjórans, Ísleifs Högnasonar, gagnvart verkalýð og hagsmunamálum hans í verkalýðs- og verzlunarsamtökunum. En nú virtist hann ekki orðið við neitt ráðið. Starfsmenn kaupfélagsins óðu uppi í ofstæki og árásarhug og skirrðust ekki við að auglýsa svívirðingar sínar og andúð á Alþýðuflokksmönnunum i stjórn kaupfélagsins með hlemmistórum auglýsingum í búðargluggum kaupfélagsverzlunarinnar. Mótmæli kaupfélagsstjórans gegn slíkum athöfnum hefðu verið dæmd svik og undanlátssemi við stefnu og hugsjónir hinna nýbökuðu kommúnistaforingja í kaupstaðnum, sem kölluðu sig „Félaga Stalins" og skálmuðu í kósakkastökkum um götur bæjarins. Þessi nýju öfl virtust kaupfélagsstjóranum algjört ofurefli. — Þarna var mágur hans fremstur í flokki. Þeir sem þekktu bezt mannkosti kaupfélagsstjórans vildu ógjarnan