Hans Wium

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 1. júlí 2005 kl. 11:35 eftir Jonas (spjall | framlög) Útgáfa frá 1. júlí 2005 kl. 11:35 eftir Jonas (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Hans Wium var settur sýslumaður Vestmannaeyja frá 1738 til 1740. Hans bjó að Oddsstöðum. Foreldrar hans voru Jens Wium sýslumaður og Ingibjörg Jónsdóttir. Hann var tekinn í Skálholtsskóla árið 1733 og varð svo stúdent 1736. Hans fór utan 1737 og var skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kaupmannahöfn. Hans dvaldi aðeins tvö ár í Vestmannaeyjum. Fékk síðar konungsveitingu fyrir miðhluta Múlaþings, en var vikið frá embætti um tíma vegna Sunnefu-málsins svokallaða. Hans var sýknaður af hæstarétti og fékk embættið aftur. Hann var tvígiftur. Fyrri kona hans var Guðrún Árnadóttir ríka á Arnheiðarstöðum og áttu þau fjögur börn. Síðari kona hans var Una Guðmundsdóttir í Nesi í Loðmundarfirði og voru þau barnlaus.


Heimildir

  • Guðlaugur Gíslason: Eyjar gegnum aldirnar. Frásagnir af mannlífi og atburðum í Vestmannaeyjum frá gamalli tíð og nýrri. Reykjavík, 1982.