Skaftfellingur VE-33

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 27. júní 2005 kl. 16:01 eftir Smari (spjall | framlög) Útgáfa frá 27. júní 2005 kl. 16:01 eftir Smari (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Skaftfellingur VE-33
Skipanúmer: {{{skipanúmer}}}
Smíðaár: {{{smíðaár}}}
Efni: {{{Efni}}}
Skipstjóri: Sjá skipstjóratal
Útgerð: Skaftfellingur
Skipaútgerð Ríkisins
Þyngd: 60 brúttótonn
Lengd: m
Breidd: m
Ristidýpt: m
Vélar: Alfa, 48 Hö
Siglingahraði: sjómílur
Tegund: Fraktskip
Bygging: 1918, Troense, Danmörku
Smíðastöð: {{{smíðastöð}}}
Heimahöfn: {{{Heimahöfn}}}
Tekinn af skipaskrá 1974

Skaftfellingur VE-33 var vöruflutningsskip sem lengst af var gert út frá Vestmannaeyjum. Það var án efa eitt frægara sjóskip Vestmannaeyja fyrr eða síðar. Það var smíðað árið 1918 fyrir hlutafélag sem stofnað var um strandsiglingar til Víkur og Vestur-Skaftafellssýslu.

Það var smíðað í Troense í Danmörku undir stjórn færeysk-ættaðs skipasmiðs að nafni Jakobsen. Hann þótti vanda verkið gríðarlega mikið, enda tafðist smíði skipsins um marga mánuði vegna þess. Það var ekki fyrr en í mars 1918 sem skipið var tilbúið til brottfarar, en áhöfn skipsins — Jón Högnason, skipstjóri, Finnbogi Finnbogason, stýrimaður, Ormur Ormsson, fyrsti vélstjóri og Elías Högnason, annar vélstjóri — höfðu farið út til Danmerkur með varðskipinu Islands Falk í maí 1917. Við komu þeirra kom í ljós að eingöngu var búið að leggja hluta bandanna, og þeir urðu að bíða í tíu mánuði eftir sjósetningu skipsins.

Skipið fékk nafnið Skaftfellingur og var fyrst um sinn skráð í Reykjavík. Það hlaut ekki sérstakt skráningarnúmer fyrr en árið 1948, þegar að Helgi Benediktsson tók við sem skipstjóri. Skipið var gætt 48 hestafla Alfa-vél og bar 60 smálestir. Það var hlaðið upp í Kaupmannahöfn ýmsum varningi. Skipið varð að bíða í Kaupmannahöfn fram til 1. apríl, vegna þess að heimstyrjöldin fyrri, sem þá stóð sem hæst, gerði það illmögulegt að útvega olíu á skipið. Ennfremur var ómögulegt að vátryggja skipið fyrr en 1. apríl.

Um miðjan apríl var siglt heim til Íslands, með viðkomu í Björgvin í Noregi vegna bilunar á stýri. Þar þurftu skipverjar að sigla inn hættulegan fjörð sem alsettur var skerjum og tundurduflum.

Skaftfellingur var alls 17 daga á leið frá Kaupmannahöfn til Reykjavíkur, en hann gekk bæði fyrir vél og segli á leiðinni. Skaftfellingur var ekki smíðaður sem seglskip, en hann gekk vel undir seglum og náði, að sögn fyrsta skipstjórans, allt að 10 sjómílna hraða undir segli.

Skaftfellingur var hvítmálaður alla tíð.

Skaftfellingsfélagið

Skaftfellingsfélagið var stofnað um smíði og rekstur vélbátar til vöruflutninga:

Tilgangur fjelagsins er að bæta samgöngur á sjó við Vestur-Skaftafellssýslu og Öræfi í Austur-Skaftafellssýslu, með því að reka siglingar milli hafna á Suðurlandi.

Heimstyrjöldin Síðari

Kafbáti bjargað

Skotið á Skaftfelling

Skipverjar afvopnaðir

Til hafnar í hinsta sinn

Skipstjóratal

Heimildir

  • Saga Skaftfellings VE 33, ágrip, Arnþór Helgason og Sigtryggur Helgason.