Herjólfur

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 23. júní 2005 kl. 11:51 eftir Smari (spjall | framlög) Útgáfa frá 23. júní 2005 kl. 11:51 eftir Smari (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
M/S Herjólfur
Skipanúmer: {{{skipanúmer}}}
Smíðaár: {{{smíðaár}}}
Efni: {{{Efni}}}
Skipstjóri: Lárus Gunnólfsson
Útgerð: Samskip
Þyngd: 3.354 brúttótonn
Lengd: 70,5m
Breidd: 16m
Ristidýpt: 10m
Vélar: 2 × 2650 kW
Siglingahraði: 17 sjómílur
Tegund: Bílferja
Bygging: 1992, Flekkefjord, Noregi
Smíðastöð: {{{smíðastöð}}}
Heimahöfn: {{{Heimahöfn}}}

Herjólfur hefur verið heiti á þremur bílferjum sem gengið hafa á milli Vestmannaeyja og Þorlákshafnar. Núverandi Herjólfur, sá þriðji í röðinni, var tekinn í notkun árið 1992, og var þar um að ræða margfalt stærra og hraðara skip en það sem á undan gekk. Hann tekur um 65 fólksbíla og allt að 500 farþega.

Herjólfur I

Hinn fyrsti Herjólfur gekk daglega á milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja, það sigldi auk þess hálfs-mánarlega til Hornafjarðar og á sumrin hin síðari ár til Þorlákshafnar einu sinni í víku. Hann kom nýr til landsins í desember 1959 og var í þessum ferðum allt þar til í júlí 1974. Skipið var í eigu Skipaútgerðar ríkissins og höfðu Vestmannaeyingar og réðu því litlu um útgerð þess.

Herjólfur II

Í júnímánuði árið 1976 kom til Eyja ný Herjólfsferja í eigu hlutfélagsins Herjólfur hf. sem stofnað hafði verið um eign og rekstur flutningaskips milli lands og Eyja.

Skipið var smíðað í Kristjansund í Noregi og var 1038 brl. að stærð með 2400 hestafla aðalvél af Wichmann gerð. Herjólfur II gat flutt um 350 farþega í hverri ferð yfir sumarmánuðina og gat haft með sér tæplega 40 fólksbíla á tveim bílaþilförum.

Siglingahraði skipsins var um 12,5 sjómílur á klukkustund, tók því tæplega þrjá og hálfan tíma að sigla til Þorlákshafnar.

Var þetta mikil bylting frá fyrri skipum sem haldið höfðu uppi ferðum milli Vestmannaeyja og lands, auk þess sem skipið var staðsett og gert út frá Vestmannaeyjum.

Þessi fyrsti Herjólfur sem Herjólfur hf átti og rak, var í ferðum til og frá Eyjum frá því í júlímánuði árið 1976 fram í júnímánuð árið 1992 eða í tæp 16 ár og flutti á þessu tímabili u.þ.b. 800 þúsund farþega og um 150 þúsund farartæki.

Skipið var að lokum selt til Svíþjóðar og var það sænski herinn sem keypti það.

Herjólfur III

Í júnímánuði árið 1992 kom síðan önnur nýsmíði félagsins til landsins. Það skip hlaut líka nafnið Herjólfur.

Nýja skipið var smíðað í Flekkefjord í Noregi og var 2222 brl. að stærð með 2 aðalvélar af Alphaman gerð og eru þær samtals um 7300 ha. Skipið er 71 m. langt og 16 m breitt og getur flutt allt að 500 farþega í ferð og um 65 fólksbíla.

Þetta skip sigldi venjulega á um 16,5 sjómílna ferð og tók siglingin til Þorlákshafnar u.þ.b. 2 klst. og 45 mín.

Á þeim tíma sem Herjólfur h.f. átti þetta skip, þ.e. á tímbilinu 1992-2000, flutti það u.þ.b. 750 þúsund farþega og um 200 þúsund farartæki stór og smá.

Um áramótin 2000-2001 var félagið selt Ríkissjóði/Vegagerð og þar með var sögu hlutafélagsins Herjólfs lokið.

Heimildir