Miðhúsalaug

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 10. júlí 2007 kl. 08:28 eftir Daniel (spjall | framlög) Útgáfa frá 10. júlí 2007 kl. 08:28 eftir Daniel (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Miðhúsalaug.

Eftir að sjóveita kom til sögunnar árið 1931 komst hreyfing á sundlaugarmál í Vestmannaeyjum, enda löngu orðið tímabært að taka til hendinni og koma upp sundlaug. Með sjóveitu var hægur vandi að fá ferskan sjó úr sjógeyminum sem staðsettur var á Skansinum og veita honum í sundlaug. Voru menn á því að reisa skyldi stóra og rúmgóða sundlaug, ekki minni en 20 x 10 metra. Sundlaug sem þessi hlyti að kosta mikið fé, sér í lagi þar sem hita þyrfti laugina upp. Þá var kreppa ríkjandi í landinu á þessum árum sem hjálpaði ekki til. Menn gerðu ráð fyrir hitaveitu frá rafstöðinni sem hitaði sjóinn í 23 gráður. Veitan yrði 275 metra löng og myndi kosta 3300 krónur.

Hraunið byrjað að ógna.

Árið 1933 var hafist handa við að byggja sundlaugina sem Finnbogi R. Þorvaldsson, verkfræðingur (faðir Vigdísar forseta), teiknaði. Árið áður hafði Björgunarfélagið undirbúið framkvæmdirnar, en treysti sér ekki til að standa fyrir framkvæmdum eitt og sér. Þá lagði félagið 1300 krónur til framkvæmda. Sumarið 1933 lagði fjárhagsnefnd til að bæjarsjóður tæki að sér að sjá um framkvæmdir. Var það samþykkt. Ásamt Björgunarfélaginu studdu íþróttafélögin í Vestmannaeyjum framkvæmdir, en skorti fé til að láta af hendi rakna. Árið 1934 samþykkti ríkisstjóður að styðja við sundlaugarbygginguna með fjárframlagi sem næmi allt að helmingi, en þó ekki meira en 12 þúsund krónur. Fjárhagsáætlun hljóðaði hins vegar upp á 35 þúsund krónur. Kostnaður við laugina fór aftur á móti upp í 40 þúsund krónur árið 1939.

Laugin var síðan opnuð 14. nóvember 1934 með sjómannanámskeiði. Almenningur gat hins vegar nýtt sér sundlaugina sumarið á eftir.

Miðhúsalaug að fara undir hraun.

Miðhúsalaug var steinsteypt, 20 x 12 metrar að stærð. Dýpt laugarinnar var einn metri að norðan og tveir að sunnan. Finnbogi hafði lagt til að lengd laugarinnar yrði 25 metrar, en ekki var fallist á það vegna kostnaðar. Klefar við laugina voru fimm talsins. Sjórinn í lauginni var hitaður upp í 22-28 gráður, allt eftir veðurfari. Seinna fékk laugin heitt vatn frá Rafstöð Vestmannaeyja. Til að fylla laugina þurfti 330 tonn af sjó.

Laugin var opin um tvo mánuði á sumrin auk þess sem sundnámskeið fóru fram á haustin. Aðgangseyrir í Miðhúsalaug var 25 aurar.

Sjá einnig

Myndir