Húsavík

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 10. júlí 2007 kl. 10:05 eftir Dadi (spjall | framlög) Útgáfa frá 10. júlí 2007 kl. 10:05 eftir Dadi (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Húsið Húsavík stóð við Urðaveg 28a. Það var Auðunn Jónsson sem reisti það. Húsavík var tvíbýlishús. Í eystri hlutanum bjó, þegar gaus, Jón, sonur Auðuns og Sigríður Jónsdóttir kona hans. Jón var ævinlega kenndur við húsið, sem og synir hans; Sigurður Jónsson fyrrum vallarstjóri og verkstjóri, hefur t.d. ávallt verið nefndur Siggi í Húsavík. Í vestari hlutanum bjó lengi Kjartan Ólafsson, fiskmatsmaður, faðir Jóns fyrrum verkalýðsleiðtoga. Í þeim hluta hússins bjuggu, þegar gaus, Ársæll Árnason smiður, ásamt konu sinni, Ingunni Sigurbjörnsdóttur og dætur þeirra Laufey og Ingunn.


Heimildir

  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1. desember 1972.