Viðey
Húsið Viðey stendur við Vestmannabraut 30. Guðmundur Einarsson, útgerðarmaður og bóndi, reisti húsið árið 1922. Húsið er íbúðarhús með verslunarhúsnæði á neðstu hæð og hafa þar m.a. verið brauðsölubúð, fataverslun og gjafavöruverslun. Hressingarskálinn Hressó var á árum áður í bakhúsi austan við Viðey og í því húsnæði hafa nokkrar verslanir verið. Húsið er nefnt eftir Viðey í Reykjavík.
Helstu atriði í eigenda- og íbúasögu
- Guðmundur Einarsson
- Ragnar Hafliðason
- Björgvin Guðmundsson
- Sigurður Guðmundsson
Heimildir
- Vestmannabraut. Verkefni unnið af þátttakendum á námskeiðinu Húsin í götunni. Vestmannaeyjar, 2004.