Fjarskipti
Frá miðri 19. öld hafði þróun fjarskiptamála á Íslandi verið stöðug. Ekki skilaði þessi þróun sér til Vestmannaeyja fyrr en árið 1911 og það eftir strit Eyjamanna.
Símasæstrengur er lagður
Eftir miklar umræður og þras var símastrengur lagður á stóran hluta landsins á fyrsta áratug 20. aldarinnar. Ekki treystu menn sér í að leggja sæsímastreng yfir til Vestmannaeyja, ekki var talið að sú framkvæmd skilaði árangri. Árin 1909 var símastrengurinn kominn á Garðsenda og töldu menn því að lítið mál væri að koma strengnum yfir sundið. En ekkert gerðist og næstu framkvæmdir valdamanna voru að bjóða Vestmannaeyingum upp á ritsíma milli Eyja og Reykjavíkur. Ekki voru menn par sáttir og mótmæltu harðlega. Framámenn í bænum stofnuðu með sér félag sem átti að leggja sæsímastreng milli lands og eyja. Þetta var gert af frumkvæðiv Gísli J. Johnsen. Félagið var kallað Rit- og talsímahlutafélag Vestmannaeyja